Færsluflokkur: Menning og listir

Með franskar á öxlinni?

Ég ELSKA slæmar þýðingar! Uppáhaldið mitt er held ég þegar setningin "The problem with him, is that he has a chip on his shoulder" var þýtt í íslensku sjónvarpi sem "hans vandamál er að hann er með franskar á öxlinni": Hér eru nokkur klassísk dæmi, þar sem segja má að meiningin hafi tapast að mestu!!

  • "Drop your pants here for best results."
    -skilti við fatahreinsun í Tokyo
  • "We take your bags and send them in all directions."
    -skilti á flugvelli einhvers staðar í Skandinavíu
  • "Ladies may have a fit upstairs."
    -frá fatahreinsun í Bangkok
  • "Please leave your values at the front desk."
    -leiðbeiningar á hóteli í París.
  • "Here speeching American."
    -í verslun í Marokkó.
  • "No smoothen the lion."
    -úr dýragarði í Tékklandi.
  • "The lift is being fixed. During that time we regret that you will be unbearable."
    -á hóteli í Búkarest 
  • "Teeth extracted by latest methodists."
    -á tannlæknastofu í Hong Kong.
  • "STOP! Drive Sideways."
    -vegaskilti við afrein í Japan.
  • "Ladies, leave your clothes here and spend the afternoon having a good time."
    -stuð á þvottahúsi í Róm.
  • "If you consider our help impolite, you should see the manager."
    -á hóteli í Aþenu.
  • "Our wines leave you nothing to hope for."
    -á vínseðli svissnesks veitingastaðar 
  • "It is forbidden to enter a woman even a foreigner if dressed as a man."
    -í bænahúsi í Bangkok 
  • "Fur coats made for ladies from their own skin."
    -í búðarglugga feldskera í Svíþjóð
  • "Specialist in women and other diseases."
    -á læknastofu í Róm 
  • "When passenger of foot heave in sight, tootle the horn. Trumpet him melodiously at first, but if he still obstacles your passage then tootle him with vigor."
    -bæklingur bílaleigu í Tokyo

mbl.is Varað við blöðrubólgu á velsku umferðarskilti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðinlegur-son

Spænskir fjölmiðlar fara hamförum í dag vegna leiksins á móti Íslandi. Þetta er sagður vera leiðinlegasti leikur sem sést hefur og leikmenn kallaðir daufir og bjánalegir. Ég er sammála því, en fór samt á völlinn vegna stemmningarinnar. Þjálfari Spánverja fær sína sneið, enda sagt að Spánverjar hefðu átt að vinna leikinn ef þeir hefðu nennt að spila fótbolta. Á www.marca.es hefur verið sett inn skoðanakönnun um hvort þjálfarinn hefði átt að velja aðra menn í liðið á móti Íslandi, en nokkrir spænskir fjölmiðlar gera meira úr því að Raúl hefði verið að spila sinn 100. leik, heldur en að ræða leikinn sjálfan! Best var að þar sem allir þessir Íslendingar virtust heita eitthvað "-son", þá var talað um liðið sem "aburridoson" sem útleggst "leiðinlegurson"!

Auglýsing um afhommun

Mér svelgdist illilega á ristaða brauðinu í morgun þegar ég sá heilsíðuauglýsingu í Mogganum frá einhverjum hóp kristinna trúfélaga. Yfirskriftin er: "Frjáls... úr viðjum samkynhneigðar". Er ekki í lagi með fólk? Er virkilega til einhver sem heldur því fram að hægt sé að þvinga einstaklinga til að vera annað en þeir sjálfir?! Maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta. Kannski væri ráð að draga andann djúpt og líta á þetta sem brandara á þessum annars gleðidegi, þegar ástæða er til að fagna leiðréttingu mikilvægra mannréttinda með samkynhneigðum.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband