Færsluflokkur: Dægurmál

Skemmtun fyrir konur, börn og homma - hvað kemur rigning þessu við?

Í Blaðinu í dag er ágætis kvikmyndasíða sem ég las upp til agna, sérstaklega greinina um söngvamyndir sem sagðar eru gerðar fyrir ofangreinda hópa. Svo er listi yfir vinsælustu titillög nokkra dans- og söngvamynda, en fjögur af tíu titillögum fjalla um rigningu!

Ég elska dans og söngvamyndir -og er stolt af því, og held mest upp á tvö tímabil. Fyrst eru það gullaldarár MGM kvikmyndaversins í kringum 1950 þegar sjarmörinn Gene Kelly, dramaunglingurinn Judy Garland, stríðnispúkinn Mickey Rooney, sunddrotningin Esther Williams og dansandi parið Fred og Ginger voru upp á sitt besta. Síðara tímabilið eru svo the "roving eighties". Nostalgían grípur mig og diskótakturinn hríslast um mig alla þegar ég hugsa um Flashdance, Grease, Footloose, Saturday Night Fever, Breakdance, Beat Street og Fame. Ég á það meira að segja til að bresta í söng við ýmis tækifæri, stökkva upp á bíla og húsgögn og tjá mig með dillandi diskó eða steppi og taka nokkra létta tóna. Ef þið hafið ekki séð mig, þá eigið þið mikið eftir! En það var þetta dularfulla rigningarmál. Vinsælustu titillög söngvamynda eru samkvæmt Blaðinu:

1. Singin' in the Rain úr úr samnefndri mynd
2. America úr West Side Story
3. Over the Rainbow úr Wizard of Oz
4. The Sound of Music úr samnefndri mynd
5. Tomorrow úr Annie
6. Supercalifragilisticexpialidocious úr Mary Poppins
7. The Rain in Spain úr My Fair Lady
8. Don't Rain on my Parade úr Funny Girl
9. You're The One That I Want úr Grease
10. Roxanne úr Moulin Rouge


Fallin fyrir handboltanum

Þá er maður gjörsamlega orðinn forfallinn handboltaaðdáandi enn á ný! Það er eitthvað geggjað við íslenska handboltaliðið, væntingarnar af hálfu landsmanna og svo náttúrulega frábært gengi liðsins. Það er ekki hægt að missa af þessu. Áfram Ísland!

Kominn tími til að endurmeta menntunarstig þjóðarinnar

Það getur ekki annað verið en þessar tölur - ef þær eru raunverulegar, hafi eitthvað að segja um menntunarstig íslensku þjóðarinnar. Nú er lag að gera úttekt á ný á brottfalli úr skólum og uppfæra rannsóknir á téðu lágu menntunarstigi okkar. Burtu með barlóminn í aðilum vinnumarkaðarins og förum að vera stolt af menntakerfinu okkar. Ef við trúum ekki að það virki, þá virkar það ekki.


mbl.is Mikil fjölgun nemenda í háskólum og framhaldsskólum á síðustu árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Börn sem söluvara?

Með frestun barneigna og aukinni ófrjósemi í hinum vestræna heimi er skiljanlegt að eftirspurn eftir börnum til ættleiðingar aukist. Að sjálfsögðu er það hið besta mál að börn sem fæðast í slæmum aðstæðum komist til fólks sem getur veitt því gott líf. Það sem ég óttast hins vegar mest þegar fréttir berast af mikilli "eftirspurn" eftir börnum til ættleiðingar, er að óprúttnir aðilar kunni að nýta sér neyð fólks og ræna börnum til að græða pening. Ég held nefnilega að það sé algengara en margur heldur.


mbl.is Aukin eftirspurn eftir börnum til ættleiðingar á alþjóðavettvangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fíflagangur í Gettu betur?

Annað hvort var þetta fullkomið áhugaleysi eða keppendur ákváðu að gera lítið úr Gettu betur í kvöld. Lið Iðnskólans í Hafnarfirði var eins og það væri sofandi eins og það lagði sig og svaraði tveimur spurningum rétt. Önnur svör voru síðan algerlega út í hött, ekki einu sinni ágiskanir, heldur bara djók. Þetta eru svo klárir krakkar allt saman, að mér finnst þetta til skammar og lýsi eftir áhuga og undirbúningi og hana nú!

Svíar og húmor = mótsögn!

Ég rakst á dagskrárlið á RÚV í kvöld sem lýst var sem "sænskum gamanþætti" og þurfti að hugsa um það heillengi. Felst ekki ákveðin mótsögn í þessu? Geta Svíar gert gamanþætti? Þetta varð ég að sjá! Fordómar mínir reyndust því miður fullkomlega á rökum reistir og vel það. Húmor og Svíar fara ekki saman. Jafnvel í "gamanþáttum" velta þeir sér upp úr vandamálum! Ykkur er velkomið að reyna að snúa þessari skoðun minni, en það þarf að vera með mjög sterkum rökum!

Alþjóðasamvinna er framtíðin - setjum Evrópumálin á oddinn

Norrænt samstarf er ákaflega mikilvægt fyrir okkur og hefur á vissan hátt haft góð áhrif á hina sérstöku stöðu Íslands og Noregs utan við ESB en innan EES. Ástæðan fyrir því að norræna samstarfið hefur haldið, er fyrst og fremst vilji þjóðanna til að halda því og styrkja, en ekki má gleyma þeirri almennu ástæðu sem liggur í aukinni alþjóðasamvinnu á öllum sviðum þjóðlífs. Það er framtíðin, og löngu kominn tími til að óska eftir aðildarviðræðum okkar og Norðmanna við Evrópusambandið. Verst þykir mér hvernig málið hefur tapast í kosningum í dægurmálaþrasi. En nú er Halldór kominn þessa stöðu og verður reffilegur sem framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar og verðum við Íslendingar að nýta þann tíma, sem hann verður í embætti, til að byggja upp samstarf til framtíðar. Hann hefur breytt skoðunum sínum og ættu aðrir stjórnmálamenn að geta þróað skoðanir sínar á sama hátt. Ég hvet alla stjórnmálaflokka til að setja Evrópusamstarfið á oddinn í komandi kosningum og þora að segja hvað þeim finnst! Hér beini ég máli mínu e.t.v. helst til Sjálfstæðisflokksins, þar hafa Evrópusinnar verið í felum undanfarin ár en ættu nú að geta komið út úr Evrópuskúffunum.
mbl.is Halldór segir að norræna samstarfið muni eflast ef öll ríkin væru í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þurfum við á öllu þessu drasli að halda?

Getið þið ímyndað ykkur að kaupa ekkert nýtt í eitt ár nema það allra nauðsynlegasta? Mér finnst þetta áhugaverð tilraun og er viss um að maður myndi í fyrsta lagi gera sér grein fyrir hverjar raunverulegar nauðsynjar eru og í öðru lagi hvers maður getur hæglega verið án þess að gera sér grein fyrir því. Í þriðja lagi myndi maður eflaust þróa með sér ákveðna virðingu fyrir hlutum, virðngu sem mér finnst algerlega á undanhaldi hér á landi og síðast en ekki síst myndi maður spara pening! Hvernig væri að draga niður í neyslukapphlaupinu?


mbl.is Fóru í eins árs verslunarbann á ónauðsynlegt dót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég elska túrista!

Sem fararstjóri til margra ára, þá elska ég túrista af öllum þjóðernum og spurningar þeirra og vangaveltur. Svona fréttir skemmta mér því mikið og auka á pælingar mínar um hvað fólk er frábært. Ég hef heyrt margt svipað þessu, þó get ég sagt landanum það til hróss, að það er meira um kjánalegar spurningar útlendinga hér á landi en Íslendinga erlendis.
mbl.is Undarlegar spurningar ferðamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjársgangan ómissandi

Vetrarsól
Það fyrsta sem ég geri á nýjársdegi ár hvert er að fara í nýjársgöngu. Mér finnst það algerlega ómissandi, alveg sama hvenær ég vakna eða hvernig veðrið er. En það er nú bara þannig, að mér finnst alltaf vera stilla, sól og frekar kalt á nýjársdegi, sem sagt ekta flott vetrarveður. Það er líka einhver von í lofti á þessum degi, fólk heilsar manni á förnum vegi og býður gleðilegt ár og það er eins og dagurinn gefi vissu um nýtt upphaf. Hefðina hjá mér má rekja má til þess að mér þótti nauðsynlegt að fara út með hundana í góðan göngutúr eftir stressið á þeim á gamlárskvöldi. Ég ætla að drífa mig út, sjáumst á Ægisíðunni. Gleðilegt ár!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband