Færsluflokkur: Ljóð

Óður til sauðkindarinnar

Kindur Í Bændablaðinu er snilldarljóðabálkur sem heitir "Óður til sauðkindarinnar", sem er sagður eftir Þorfinn nokkurn Jónsson. Í blaðinu kemur fram að lesendur hafi lagt hart að blaðinu að birta ljóðið á ný eftir langan tíma. Þótt í þetta sinn hafi Bændablaðið orðið á vegi mínum á Akureyrarflugvelli, þá má geta þess fyrir áhugasama höfuðborgarbúa, að blaðið liggur jafnan frammi ókeypis á kassanum á Melabúðinni - nema hvað. Þetta er semsagt í 9. tbl. Bændablaðsins frá 15. maí 2007. Rafræn útgáfa hér.
Þetta er gargandi snilld og mikið eigum við blessaðri kindinni að þakka!


Testesterónið trekkir

Það kemur ekki á óvart að Eiríkur Hauksson veki athygli fyrir karlmannlegt atgervi og útgeislun! Í samanburði við aðra karlmenn sem taka þátt í keppninni, er hann náttúrulegur, eðlilegur karlmaður. Kannski hafa margir gleymst hvernig svoleiðis eintak lítur út, því aðrir karlkyns þátttakendur eru allt frá því að vera óver-metró yfir í að vera einfaldlega í kvenmannsfötum með brjóst. Ég var ekkert hrifin af laginu til að byrja með, en ég hef tröllatrú á útgeislun og sviðsframkomu Eika. Áfram Ísland!


mbl.is Slegist um Eirík í Helsinki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var þetta ekki snilld?!?


Eiríkur flottur

Stigagjafaþættir Norðurlandaþjóðanna, þar sem lögin í Eurovision eru sýnd og dæmd, er alltaf hin besta skemmtun og orðin mun betri en keppnin sjálf! Þar er keppnin tekin mátulega alvarlega og skapaðar umræður um þetta menningarlega fyrirbæri sem Eurovision er. Eiríkur kemur vel út, drengur góður, lítillátur og norrænn án þess að tapa kúlinu - þrátt fyrir að vera hluti af geiminu í ár.

George og Ringo syngja fyrir nútímann

BeatlesUm daginn kom út platan "Love" með endurhljóðblönduðum og mixuðum lögum Bítlanna. Ég hef ekki heyrt hana alla en tek eftir að þau lög, sem einkum heyrast í útvarpi, eru "Octopussy's Garden" sem Ringo syngur og "While my Guitar Gently Weeps" sem George syngur. Þeir voru alltaf einhvern veginn Bítlarnir sem féllu í skuggan af John og Paul. Ekki skrifaðir sem lagahöfundar að mörgum lögum og sungu fá lög. Gaman að heyra þá syngja fyrir nútímann! Lagið sem George syngur finnst mér frábært, bæði lagið og textinn, en hitt er svona meira eins og það hafi verið samið í einhverju vitundarvíkkandi ástandi. Nema ég hafi ekki lesið nógu djúpt í textann.

Það sem karlmenn vilja

Markaðssetningin fyrir Coke Zero er algerlega skýr, og já, ég er mjög upptekin af markaðssetningu gosdrykkja í dag! Auglýsingin hljómar eitthvað á þessa leið: "kynlíf með zero forleik, hasarmynd með zero rómantík, brjóstahaldari með zero smellum, helgi með zero þynnku, kærasta með zero eigum við að ræða málin..." Augljóslega eitthvað sem haldið er að karlmenn sækist eftir, enda er Coke Zero ætlað KARLMÖNNUM.

Ó, herra Darcy!

Darcy and ElizabethPride and Prejudice er snilld. Einföld saga sem gengur þvert á rómantískar hugmyndir í mannkynnssögunni og á alltaf við. Höfundur leggur aðaláherslu á persónulýsingar og samskipti og skapar þannig ógleymanlega karaktera. Sagan er sennilega mest kvikmynduð allra skáldsagna, fyrir utan hve margir hafa stolið söguþræðinum og stælt söguna á allan hátt, eins og höfundur Bridget Jones gerði svo snilldarlega. Besta aðlögun sögunnar er án efa sjónvarpsþættir BBC með Jennifer Elhe í hlutverki Elizabeth Bennet og Colin Firth (andvarp!) sem hinn hrokafulla sjarmör Mr. Darcy...
mbl.is Hroki og hleypidómar uppáhaldsbók breskra lesenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar sem maður öðlast skilning á samhengi hlutanna...

Fontana di TreviÁ morgun fer ég til Rómar á fund. Róm er æðisleg og ein af uppáhaldsstöðum mínum í heiminum. Þegar maður kemur til Rómar, sérstaklega ef maður hefur ferðast töluvert, þá er eins og það opnist upp fyrir manni samhengi evrópskrar menningar. Það gerist eitthvað þegar maður kemur fyrst til Rómar. Ég hef verið mikið þar undanfarin ár vegna vinnu, og finnst borgin alltaf jafn frábær. Búðirnar eru æði, mannlífið einstakt, umhverfið fallegt og þrungið sögu og ekki skemmir maturinn fyrir! Ég verð sem sagt í sjöréttuðum draumi næstu daga. Arrivaderci!

Höldum okkur við ímyndina um svala töffara

Wham! Bam! I am! A man! Job or no job, you can't tell me that I'm not! Do you enjoy what you do?! If not, just stop, don't stay there and rot! Þennan texta sungu þeir félagar í Wham þegar þeir voru ungir og vildu helst firra sig allri ábyrgð í lífinu, töluðu á móti því að festa sig í einhverri leiðindavinnu og sitja uppi með krakka og kerlingu. Síðan þá hefur George gengið í gegnum ýmislegt misjafnt en Andrew flutti á sveitabæ með konu sinni (sem söng bakraddir með Wham) og hóf búskap og virtist sáttur og frekar rólegur með lífið. Ég veit satt að segja ekki hvort það sé góð hugmynd að þeir reyni að koma saman aftur. Mér finnst bara svaka gott að muna þá í hvítum bolum með blacklight-væna fylgihluti í skærum litum, hoppandi og skoppandi um sviðið, eða sólbrúna á vindsæng í Club Tropicana, dreypandi á kokkteilum. Það geta ekki allir átt comeback, þótt Duran Duran hafi risið úr stónni eins og fuglinn Fönix.
mbl.is Tvíeykið Wham að undirbúa hljómplötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtun fyrir konur, börn og homma - hvað kemur rigning þessu við?

Í Blaðinu í dag er ágætis kvikmyndasíða sem ég las upp til agna, sérstaklega greinina um söngvamyndir sem sagðar eru gerðar fyrir ofangreinda hópa. Svo er listi yfir vinsælustu titillög nokkra dans- og söngvamynda, en fjögur af tíu titillögum fjalla um rigningu!

Ég elska dans og söngvamyndir -og er stolt af því, og held mest upp á tvö tímabil. Fyrst eru það gullaldarár MGM kvikmyndaversins í kringum 1950 þegar sjarmörinn Gene Kelly, dramaunglingurinn Judy Garland, stríðnispúkinn Mickey Rooney, sunddrotningin Esther Williams og dansandi parið Fred og Ginger voru upp á sitt besta. Síðara tímabilið eru svo the "roving eighties". Nostalgían grípur mig og diskótakturinn hríslast um mig alla þegar ég hugsa um Flashdance, Grease, Footloose, Saturday Night Fever, Breakdance, Beat Street og Fame. Ég á það meira að segja til að bresta í söng við ýmis tækifæri, stökkva upp á bíla og húsgögn og tjá mig með dillandi diskó eða steppi og taka nokkra létta tóna. Ef þið hafið ekki séð mig, þá eigið þið mikið eftir! En það var þetta dularfulla rigningarmál. Vinsælustu titillög söngvamynda eru samkvæmt Blaðinu:

1. Singin' in the Rain úr úr samnefndri mynd
2. America úr West Side Story
3. Over the Rainbow úr Wizard of Oz
4. The Sound of Music úr samnefndri mynd
5. Tomorrow úr Annie
6. Supercalifragilisticexpialidocious úr Mary Poppins
7. The Rain in Spain úr My Fair Lady
8. Don't Rain on my Parade úr Funny Girl
9. You're The One That I Want úr Grease
10. Roxanne úr Moulin Rouge


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband