Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Æðislegt veður, yndislegur mánuður!

EsjanGleðilegan febrúar gott fólk! Útsýnið úr glugganum á nýju skrifstofunni minni er slíkt, að þar blasir við Esjan og Skarðsheiðin, og þvílík fegurð að horfa yfir í svona brakandi kulda og snjó! Ég læt mér þó ekki nægja að horfa út um gluggann, því ég dreif mig uppí hesthús til gegninga í gær og mokaði allt húsið ein - 30 hesta hús. Mjög hressandi og gefur manni beina jarðtengingu, slökun og vellíðan. Holdhnjóskarnir farnir að losna og skeifurnar komnar undir klárana. Svo er kominn febrúar, pælið í því hvað það er geggjað! Öll afmælin í fjölskyldu- og vinahópi framundan, mitt sjálfrar í enda mánaðarins og það gerir ekkert annað en birta til. Er einhver ástæða til að vera annað en glimrandi bjartsýnn?

Hátíðarmaturinn snæddur í rólegheitum

Nýársdagur enn á ný, og árið 2007 virðist hafa flogið hjá á ógnarhraða. Snemma dags í dag fórum við í okkar hefðbundnu nýársgöngu, þótt það hafi verið frekar kalt. Mér finnst samt nauðsynlegt að fara út íu göngutúr á þessum degi til að hnusa af nýja árinu sem er að feta sín fyrstu skref. Þar sem brennan var haldin í dag, fékk ég góða vini í heimsókn til að borða kalkúnaafganga og svo löbbuðum við niður á Ægisíðu. Það var varla líft á brennunni sökum reyks og því drifum við okkur heim og skutum upp flugeldunum sem geymdir voru síðan í gær. Mér finnst stundum eins og hátíðarmaturinn sem tilheyrir aðfangadegi og gamlársdegi bragðist betur daginn eftir, kannski vegna þess að þá er ekki verið að borða í stressi til að taka þátt í hátíð kvöldsins, pökkum, brennum og flugeldum. Ég fíla að borða afganga daginn eftir í rólegheitum.
Svo er það bara að koma sér í gírinn fyrir nýtt ár, skipuleggja sig og setja markmið fyrir komandi vikur og mánuði. Gleðilegt nýtt ár!


Jólin koma...

Gleðileg jólÉg er komin í jólafrí þangað til 3. janúar 2008 og ætla að njóta dagana sem framundan eru með fjölskyldu, vinum, hrossum og gæludýrum heimilisins. Stöðug boð framundan, heima og heiman, þá er ég í essinu mínu! Búið að redda heimilisvandræðum þeirra Hrafns og Funa (hestarnir okkar), búið að kaupa langflestar jólagjafirnar og núna sit ég við eldhúsborðið og ætla að skipuleggja restina. Ég óska ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og hamingju á nýju ári!

Bók andlitanna á netinu

Af því ég gef mig nú út fyrir að vera frekar svona tæknitengd og tölvuvædd miðað við að hafa verið unglingur "in the eighties" og gengið í framhaldsskóla sem trúði ekki á að tölvur myndu nokkurn tíma gera gagn, þá skráði ég mig á Facebook fyrir nokkru síðan. Nennti svo ekkert að gefa því meiri gaum fyrr en í síðustu viku að ég staðfesti skráninguna og opnaði mína eigin andlitsbók. Ég verð að játa að ég skil ekki alveg allt. Grunntilgangurinn, í mínum huga, er networking. En fyrir utan það, þá er ég hrædd um að svona dót ræni mig mikilvægum tíma. Ég byrjaði t.d. á að opna forrit sem felst í að merkja inn staði sem maður hefur komið á í heiminum. Ég hélt að þetta væru löndin, en komst að því að þetta voru allar borgir og bæir í öllum héruðum og svæðum heims. Eins og alþjóð veit, var ég fararstjóri í sólarlöndum um nokkurra ára skeið þannig að lítill blettur í heiminum eins og Mallorca fyllti strax vel upp í kvótann. Þegar ég var komin upp í 140 staði, börnin farin að sofa án þess að ég vekti því athygli og klukkan þaut yfirum miðnætti, þá gafst ég upp. Hver hefur tíma í þetta?! Samt er ég farin að leita að fólki á Facebook en lofa sjálfri mér að eyða ekki of miklum tíma í þetta. Enda er ég á kafi í vinnu, verkefnum, námi og ferðalögum. En ef þið eruð með Facebook, viljið þið vera vinir mínir? Grin

Heimilislausir hnjóskóttir hestar

DSC09996Hvað gerir maður þegar hesturinn manns er allt í einu heimilislaus? Tekur hann heim í Vesturbæinn og býr um hann í bílskúrnum? Við erum semsagt að missa hesthúsaplássið í Mosfellsdalnum og sáum fram á að taka hestana inn um áramótin á nýjan stað. En vegna veðurfarsins í haust eru hestarnir okkar allir í holdhnjóskum og því þarf að taka þá inn 6-8 vikum fyrr en vanalega, eða um síðustu helgi í stað áramótanna. En ég er ekki enn búin að tryggja pláss! Þabbaraþa, nú liggja Danir í því!

Óþarft átak

Ég hef aldrei vitað eins óþarft átak og gervi-tilstand eins og á bak við fréttina í kvöld um að "nú ætli krakkar að ganga eða hjóla í skólann" í takt við eitthvað evrópskt átak, og tekið dæmi af míkróbænum Seltjarnarnesi, þar sem skólinn er uppi á hæð og allir búa innan við 100 metra í kringum þann hól. Síðast þegar ég vissi, þá tíðkaðist að börn væru í hverfisskólum á Íslandi, nema með einstaka undantekningum. Það er einfaldlega ekki hægt annað en ganga í skólann! Við þurfum ekki að taka öll átök beint upp eftir öðrum þjóðum þar sem aðstæður barna eru allt aðrar og oft frelsisheftandi. Ég skil ekki hvernig er hægt að hugsa sér að keyra börn í skólann við okkar aðstæður. Það myndi bara breyta þeim í ósjálfstæða eymingja. 

Bissí mánuður

Var að fatta að ég hef ekki bloggað í mánuð, enda hefur verið mjög mikið að gera í september. Ný vinna og næg verkefni, ferðalög og lærdómur, allt í einum hrærigraut. Það er eins og september sé upphaf að svo mörgu, undirbúningur undir virkni vetrarins. Sumarið er búið, og punkturinn var settur aftan við það með ýmsu eins og síðasta heimaleiknum í gær (við erum alla vega í deildinni...), hestarnir komnir á fjall, laufin farin að falla og börnin komin á fullt í skólanum og öllu öðru. Þetta verður skemmtilegur vetur!

Þegar maður á að vera að gera eitthvað mikilvægt, þá missir maður sig í svona

Er ekki nauðsynlegt að vita hvernig maður væri, ef maður væri nærbuxur?!?!

You Are Funky Panties

You're stylish, trendy, but not over the top.
You know how to look good - without looking like you're trying too hard.
Men think that you're cute, friendly, and approachable.
And you've got a spunky, feisty side that comes out after a while!

 http://www.blogthings.com/whatkindofpantiesareyouquiz/

 

 


Að koma sér að verki eftir helgina

Þá er sumarprófið búið og bara sex stór verkefni sem ég á eftir að klára að mestu leyti áður en ég hef störf í nýju vinnunni þann 1. sept. Alltaf gott að hefja störf á frídegi, þegar ég byrjaði hjá Mennt var það einmitt 1. maí. En eins og er, er frábært að vera að vinna heima, en verst hvað sjálfsaginn er oft lítill. Ég verð að nýta þessa viku vel... Hlakka ferlega til að fara síðan aftur að vinna á Laugaveginum, sé fram á að labba eða hjóla í vinnuna og hitta vini í hádeginu á kaffihúsi. 

Helgin var mjög góð, fyrrverandi samstarfsfélagar mættu í léttan kvöldverð og spjall á föstudag, en svo "beilaði" ég á hinu árlega sveitaballi á Nesinu á laugardag en sat þess í stað heima við skyndibitaát yfir Feita gríska brúðkaupinu, sem er alltaf jafn fyndin mynd. Sunnudagurinn snerist að mestu um leikinn, upphitun með stórfjölskyldunni og svo leikinn sjálfan. Fór reyndar aðeins fyrr af leiknum ("heyrði" bara markið í KR-útvarpinu) til að fara í saumó, með Hagamelsís í lítravís í farteskinu, sem rann ljúflega niður...


Hvernig kaffi ert þú?

Samkvæmt kaffiprófinu er ég

Frappuccino!

Þú ert jákvæður og nýjungagjarn einstaklingur sem hikar ekki við að gera óvenjulega hluti og klæðast litskrúðugum fötum. Þú ert týpan sem hleypur á eftir strætó langar leiðir með hrópum og köllum ætli hann að fara án þín.

Þú ert ískalt kaffi með mjólk, sykri og ísmolum, borið fram í háu glasi með röri.

Hvernig kaffi ert þú eiginlega?

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband