Færsluflokkur: Tónlist
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.8.2007
Landsliðið í tónlist á vellinum
Ég ætla ekkert að tjá mig um hvort bankar eiga að standa í tónleikahaldi eður ei, það er svona spurning um forgangsatriði þeirra sem eflaust má margt segja um. Nei, ég ætla bara að segja hvað mér fannst um flytjendur.
SSSól enn í stuði, Helgi Björns klöngraðist meira að segja upp í turn og ég hafði smá áhyggjur af því að kallinn myndi fara sér að voða, en það fór ágætlega þótt klifrið hafi virkað allt annað en auðvelt fyrir hann.
Todmobile ber með sér að hittast lítið nú orðið. Koma soldið svona úr sitthvorri áttinni. Spurning að halda þeirri leið áfram og hætta þessu. Þau voru svo sterk í "den", má ekki eyðileggja það.
Bubbi mætti í Che múnderingunni og hamaðist við að vera pólitískur, gaman að honum. Hvað var þetta með gleraugun undir húfunni? Eru þetta dulbúin fjarsýnisgleraugu? Stál og hnífur klikkar ekki, það er útilegulag sem sameinar kynslóðirnar.
Garðar Thor kallaði fram gæsahúð hjá mér, sætur og intellektúal drengur með rödd sem vex og vex. Skemmdi ekki fyrir að hann söng um mína gömlu heimaborg, Granada.
Mmmm, súkkulaðistrákarnir í Luxor lofa góðu... en man reyndar ekkert hvernig þeir sungu! - en til hvers eru svona bönd nema til að vera sætir?
Nylon var kraftlaus, vantaði alla útgeislun á sviði, enda þurftu þær liðsstyrk og hlaup fram og til baka á sviðinu til að sanna að þær væru "in the house", annars gæti fólk haldið að það væri auglýsingahlé!?
Mugison er ekki alveg minn tebolli...
Hljómsveit allra landsmanna var í stuði, Stuðmenn eru eins og harðfiskur og flatkökur í útilegu - alveg ómissandi í svona partýum. Húmorinn þannig að aðrar þjóðir skilja örugglega ekkert í því hvers vegna þeir eru vinsælir. Mátti greina einhverja austan-Alpastemmningu sem kom á óvart. Takturinn var þreytandi til lengdar og passaði ekki við gömlu lögin. Verð nú samt að viðurkenna að þeir virka soldið innantómir þegar vantar Röggu Gísla. Gaman að fá Bjögga með í lokin. Hann er náttúrulega töffari töffaranna. Ég efa að hann hafi áður komið fram í pilsi.
Páll Óskar er stuðbolti landsins, hefur ekkert fyrir því að vera flottur. Stóð sig vel sem veislustjóri og frábært að láta hann hita upp með sínum lögum!
Já, var ekki bara gaman að þessu?! Nú er að sjá tónleika Landsbankans á morgun, Glitnir verður í hlaupinu, þannig að allir bankarnir hafa þá boðið landsmönnum upp á eitthvað skrall um helgina og munu væntanlega klappa sér á öxl fyrir það.
Aldrei fleiri á Laugardalsvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.5.2007
Úti að aka
Handfrjáls búnaður eða ekki, samræðurnar skipta mestu máli við aksturinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.5.2007
Smá stórmenni
Lágvaxið fólk hefur komist ansi langt, ekki síst í skemmtanabransanum. Þar get ég nefnt sem dæmi Madonnu, Prince, Dustin Hoffmann... og örugglega eru einhverjir fleiri smávaxnir snillingar...
Rod Stewart kemur upp um eigin smæð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.5.2007
Bloggvinum boðið í eins árs afmæli
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.5.2007
Testesterónið trekkir
Það kemur ekki á óvart að Eiríkur Hauksson veki athygli fyrir karlmannlegt atgervi og útgeislun! Í samanburði við aðra karlmenn sem taka þátt í keppninni, er hann náttúrulegur, eðlilegur karlmaður. Kannski hafa margir gleymst hvernig svoleiðis eintak lítur út, því aðrir karlkyns þátttakendur eru allt frá því að vera óver-metró yfir í að vera einfaldlega í kvenmannsfötum með brjóst. Ég var ekkert hrifin af laginu til að byrja með, en ég hef tröllatrú á útgeislun og sviðsframkomu Eika. Áfram Ísland!
Slegist um Eirík í Helsinki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.5.2007
Munið þið eftir kasettunum?
Ég man eftir að hafa safnað kasettum og tekið yfir þær aftur og aftur.
Ég man eftir að hafa keypt sérstaka kasettugrind í skápinn minn, til að geta raðað kasetttunum í.
Ég man eftir að hafa stillt kasettutækinu upp fyrir framan útvarpið, gjarna við Kanaútvarpið eða Lög unga fólksins, og heimtað grafarþögn þegar lög voru tekin upp.
Ég man eftir að hafa sent kasettur milli landa í stað bréfa, með blaðri og slúðri.
Ég man eftir að hafa smyglað kasettutækinu inn í Háskólabíó í rauðu íþróttatöskunni minni (sem var keypt í Sport á Laugavegi 13 og merkt búðinni) og tekið upp heilar bíómyndir, eins og t.d. Grease.
Ég man eftir þegar kasettur flæktust í tækinu og maður þurfti að losa bandið ofurvarlega til að slíta það ekki.
Ég man þegar tækninni fleygði fram, þá blandaði ég tónlist á kasettur og skírði þær nöfnum eins og "Rólegt", "Stuð" eða "Blandað", á svipaðan hátt og maður býr til spilunarlista á ipod í dag.
Ég man eftir hreinsispólunum sem maður keyrði í gegnum kasettutækið með vissu millibili.
Ég man þegar myndbandsspólurnar bættust við - hvenær ætli þeirra tími líði undir lok?!
Dagar hljóðsnældunnar taldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.5.2007
Sígaunarnir eru komnir
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.4.2007
Hvenær verður nóg komið af byggingum?
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.4.2007
Var þetta ekki snilld?!?
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)