Færsluflokkur: Bloggar

Bissí mánuður

Var að fatta að ég hef ekki bloggað í mánuð, enda hefur verið mjög mikið að gera í september. Ný vinna og næg verkefni, ferðalög og lærdómur, allt í einum hrærigraut. Það er eins og september sé upphaf að svo mörgu, undirbúningur undir virkni vetrarins. Sumarið er búið, og punkturinn var settur aftan við það með ýmsu eins og síðasta heimaleiknum í gær (við erum alla vega í deildinni...), hestarnir komnir á fjall, laufin farin að falla og börnin komin á fullt í skólanum og öllu öðru. Þetta verður skemmtilegur vetur!

Síminn segir ekki alla söguna í auglýsingum

Loksins sá ég fram á að geta haft sjónvarpið þar sem ég vildi hafa það í stofunni, því með því að taka sjónvarpið í gegnum netttenginguna mína hjá Símanum, heyra loftnetin sögunni til! Eða svo er haldið fram í auglýsingunni frá fyrirtækinu. Engin loftnet, því það er hægt að ná öllu í gegnum netið. með betri myndgæðum að auki! Ég breytti því uppröðun í stofunni, færði sjónvarpið og settist til að horfa á báða fréttatímana, eins og flestir fréttaþyrstir Íslendingar gera. En þá kom í ljós að ekki er öll sagan sögð með auglýsingunni. Ég get ekki horft á fréttir Stöðvar 2 og Ísland í dag. Maður þarf semsagt að vera áskrifandi til að geta horft á ólæsta dagskrá í gegnum sjónvarp Símans. Þar með missir Stöð 2 alla hina, sem horfa á fréttir stöðvarinnar. Getur einhver stoppað þetta fólk í auglýsingunni, sem er að saga niður loftnetin sín, og sagt þeim að þau gætu séð eftir þessu!!



Þegar maður á að vera að gera eitthvað mikilvægt, þá missir maður sig í svona

Er ekki nauðsynlegt að vita hvernig maður væri, ef maður væri nærbuxur?!?!

You Are Funky Panties

You're stylish, trendy, but not over the top.
You know how to look good - without looking like you're trying too hard.
Men think that you're cute, friendly, and approachable.
And you've got a spunky, feisty side that comes out after a while!

 http://www.blogthings.com/whatkindofpantiesareyouquiz/

 

 


Að koma sér að verki eftir helgina

Þá er sumarprófið búið og bara sex stór verkefni sem ég á eftir að klára að mestu leyti áður en ég hef störf í nýju vinnunni þann 1. sept. Alltaf gott að hefja störf á frídegi, þegar ég byrjaði hjá Mennt var það einmitt 1. maí. En eins og er, er frábært að vera að vinna heima, en verst hvað sjálfsaginn er oft lítill. Ég verð að nýta þessa viku vel... Hlakka ferlega til að fara síðan aftur að vinna á Laugaveginum, sé fram á að labba eða hjóla í vinnuna og hitta vini í hádeginu á kaffihúsi. 

Helgin var mjög góð, fyrrverandi samstarfsfélagar mættu í léttan kvöldverð og spjall á föstudag, en svo "beilaði" ég á hinu árlega sveitaballi á Nesinu á laugardag en sat þess í stað heima við skyndibitaát yfir Feita gríska brúðkaupinu, sem er alltaf jafn fyndin mynd. Sunnudagurinn snerist að mestu um leikinn, upphitun með stórfjölskyldunni og svo leikinn sjálfan. Fór reyndar aðeins fyrr af leiknum ("heyrði" bara markið í KR-útvarpinu) til að fara í saumó, með Hagamelsís í lítravís í farteskinu, sem rann ljúflega niður...


Hvernig kaffi ert þú?

Samkvæmt kaffiprófinu er ég

Frappuccino!

Þú ert jákvæður og nýjungagjarn einstaklingur sem hikar ekki við að gera óvenjulega hluti og klæðast litskrúðugum fötum. Þú ert týpan sem hleypur á eftir strætó langar leiðir með hrópum og köllum ætli hann að fara án þín.

Þú ert ískalt kaffi með mjólk, sykri og ísmolum, borið fram í háu glasi með röri.

Hvernig kaffi ert þú eiginlega?

 


Markaskorari KR

Þvílíkt sem hún Olga er frábær fótboltaspilari og öflugur markaskorari, enda er KR best í kvennafótboltanum. Væri ekki hægt að nýta hana betur fyrir KR, t.d. fá hana lánaða í aumingja karlaliðið, þar sem enginn hefur cojones til að klára málið og skjóta á rammann!!

Hvernig er veðrið þegar það er "crisp"?

Í morgunþætti Bylgjunnar í morgun talaði þáttagerðarkona um að hægt væri að finna að haustið nálgaðist, þar sem veðrið væri farið að vera svona "crisp" og var það örugglega nothæfasta orðið sem henni datt í hug. Ég skil lýsinguna, en langar að finna upp orð sem lýsir þessari "crispy" tilfinningu, þegar loftið er brakandi án þess að vera beint mjög kalt. Hugmyndir vel þegnar.

Mannlegur aldingarður

Dreif mig í fríinu að lesa Aldingarðinn, smásagnasafn Ólafs Jóhanns Ólafssonar sem kom út um síðustu jól. Þetta eru frábærlega vel gerðar sögur af venjulegu fólki sem á það sameiginlegt að ástin og tíminn hafa á einhvern hátt haft áhrif á líf þess. Sögurnar eru fljótlesnar og hreyfa við manni. Mæli með henni sem sumarlesningu.

Ostaskeraleitin mikla

imagesEitt af verkefnum sumarsins hefur verið að finna nothæfan ostaskera (ostahníf, ostaskerara) fyrir heimilið þar sem sá gamli góði gufaði upp með dularfullum hætti. Þetta var svona ostaskeri sem maður finnur aðeins einu sinni á lífsleiðinni, þar sem hann skar ost betur en aðrir slíkir. Hann var ekkert sérstaklega fagur, og því hafa verið nokkrir aðrir verið keyptir sem voru kannski flottari, en enginn þeirra hefur leyst grundvallarhlutverkið eins vel af hendi og sá gamli, þ.e. að skera fullkomnar ostsneiðar, án hlykkja, skrykkja eða annarra hnökra í ferlinu. Við höldum að sá gamli hljóti að hafa hafnað í ruslinu ásamt afgögnum af diskum, þar sem engin önnur skýring finnst á hvarfinu. Kannski maður þurfi að leita til Noregs, en ostaskerinn eins og við þekkjum hann er norsk uppfinning. Leit stendur yfir af verðugum arftaka...

Túttublómin eru komin!

Þegar ég var lítil - á áttunda áratugnum, þá gáfum við blómunum nafn eftir eiginleikum þeirra og hvernig við kynntumst þeim. Þess vegna heita baldursbrár líka túttublóm og biðukollur fíflanna blásublóm.  Hvönnin var músablóm, því í gamla Vesturbænum földu mýsnar sig í rótum hvannarinnar. Svo var það lakkrísblómið, sem ég hef nýlega lært að heitir Spánarkerfill, og flugublóm, sem ég man aldrei hvað heitir réttu nafni, en það var með belg fyrir neðan blómið sem flugur skriðu inn í. Peningablóm eða ástarblóm var arfi með hjartalaga lauf og lúpínan var sykurblóm, svo ekki sé minnst á breiðustu grasstráin sem voru að sjálfsögðu ýlustrá. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband