Færsluflokkur: Bloggar

Viðburðaríkur mánuður

September hefur verið svakalega viðburðaríkur hjá mér í vinnu og víðar. Búin að skipuleggja tvo risaviðburði og fjóra minni, sem allir tókust afskaplega vel. Vísindakaffin voru vel sótt og aldrei hafa fleiri komið á Vísindavöku. Svo er það skipulagið á Viku símenntunar sem mínir frábæru samstarfsaðilar um allt land sjá síðan um að framkvæma. En ég verð að játa að ég veit ekkert skemmtilegra en skipuleggja viðburði - ég bókstaflega þrífst á þeim! Tengist sjálfsagt gamla fararstjóranum í mér... En ég er nú samt pínu þreytt eftir þessa törn og fegin að nú gefst tími til að sinna persónulegum málefnum sem hafa setið á hakanum, eins og að hitta fjölskyldu og vini og kannski fara að synda og hjóla aftur. 

Þá er bara að halda í sér!

Stuðningsyfirlýsing barnshafandi kvenna við kjaradeilu ljósmæðra hófst með því að aðeins eitt barn fæddist á Landspítalanum fyrstu nótt verkfallsins. Áfram svona stelpur, gleymið kampavíninu, göngutúrunum og haldið ykkur frá kallinum! Herpið saman lærin og haldið í ykkur þar til búið er að semja! Ekki að spyrja að því...
mbl.is Eitt barn fæddist á LSH í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Göngutúr eða ball?

Það voru greinilega færri í kvöldgöngu á Ægisíðunni í kvöld en vanalega, þegar við Bella fórum í gönguna okkar. Kannski er komið haust í fólk þar sem veðrið hefur verið fremur haustlegt undanfarið. Í kvöld var samt fullkomið síðsumarveður, hlýtt og milt, og sólarlagið náttúrulega það fallegasta sem gerist. Eða kannski voru bara allir komnir í partý fyrir Stuðmannaballið á Nesinu í kvöld nema ég, þar sem ég ákvað að fara ekki á ballið í ár? 

Haustið heilsaði í dag

Það var eins og haustið kæmi í dag. Hrollkalt í lofti og vindur, allir skólar byrjaðir og fólk í atvinnulífinu er að vakna í þynnkunni eftir sumarfríið, grillkvöldin og sumarbústaðaferðirnar. Ég dröslaðist í dragtina og á hælana eftir að hafa verið í útilegubuxum, stuttermabol og pumaskóm síðan í júní. Þá er að spýta í lófana og kröfurnar eru miklar og skemmtilegar; vinnan, aukavinnan, extra-verkefnin og aukaaukavinnan, heimilið, heilsan, félagslífið. Þetta verður góður vetur. Rosalega hlakka ég til jólanna!

Nýi fjölskyldumeðlimurinn

DSC00136Loksins kemur hér mynd af nýjasta meðlim fjölskyldunnar henni Bellu, eða Bellu Fóu feykirófu eins og hún heitir fullu nafni. Hún er skemmtilegasta, jákvæðasta, félagslyndasta og skapbesta dýr sem fyrirfinnst og er hún þó af nafntoguðu skemmtilegu hundakyni, en hún er Enskur Cocker Spaniel. Hún er 5 mánaða á þessari mynd, sem tekin var í sumar í sveitinni. 

Peking eða Bejing?

Íslenskir fjölmiðlar virðast ekki á einu máli um hvort nota á Peking eða Beijing fyrir höfuðborg Kína, sem hýsir Ólympíuleikana í ár. Er réttara að nota annað nafnið, er það íslenskara, eða hvaða viðmið á að nota?

Stemmning á Spáni

Thad er thvílík stemmning hér á Spáni og frábaert ad horfa á leikina med innfaeddum. Thad vard allt vitlaust thegar Spánn vann Rússland og ekki verdur minna stud í kvold. Vid aetlum ad horfa á leikinn á thorpstorginu, narta í pizzu og taka thátt í stemmningunni med Spánverjum. ¡¡A por ellos!!Áfram SPÁNN!!


mbl.is Væntingar í Vín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af skólpi, dreni, rörum og vatnsnotkun

vatnskraniÞað er verið að skipta um skólpið á húsinu okkar og húsinu við hliðina. Það þurfti að skrúfa fyrir vatn á meðan verið var að ganga frá lögnum, sem varð til þess að kranar og pípur fylltust af smásteinum. Út af þessu var ekki hægt að nota sturtu og bað, ekki hægt að drekka vatnið og erfitt var að sturta niður. Þetta varði næstum því í heilan sólarhring. Þegar svona er, þá fattar maður hvað við erum heppin með allt þetta góða vatn sem við eigum, kalt og heitt og fullt af því! Ég verð reyndar alltaf mjög þakklát fyrir vatnið okkar þegar ég er í útlöndum, en maður hefur gott af því að láta minna sig á þetta áþreifanlega. Ég hljóp yfir í laugina á náttfötunum í morgun til að fara í sturtu, svo þetta reddaðist. Mikið er maður nú háður vatninu! Í tengslum við framkvæmdirnar er verið að setja dren í kringum húsið, svo núna veit ég nákvæmlega hvað það er! Þegar fólk, t.d. fasteignasalar töluðu hróðugir um að búið væri að "drena" eða "skipta um drenið" á einhverju ákveðnu húsi, þá kinkaði ég kolli og hummaði en hafði ekki græna glætu hvað verið var að tala um en fannst eins og ég ætti að vita þetta. En núna veit ég þetta sko í alvöru og veit hvers vegna sett eru dren í tengslum við röraskipti gamalla húsa. Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt! Næst eru það gluggaskipti og íbúðin mín verður eins og ný (eða nýlegri, því húsið er á besta aldri byggt 1957). En vatnið er komið aftur enda getum við víst ekki án þess verið.

Íslendingar kála dýrum í útrýmingarhættu sér til gamans

Hverjum dettur í hug að drepa ísbjörn, dýr sem nýlega hefur verið yfirlýst í útrýmingarhættu vegna bráðnunar íss á Norðurskautinu?! Hvað er að? Var hann að ógna einhverjum? Þurfum við Íslendingar ekki að fara að endurskoða fílósófíu okkar gagnvart náttúrunni? Það hlýtur að hafa verið hægt að sækja svæfingarlyf til dýralæknis á svæðinu og flytja björninn á brott Ég sé það alveg fyrir mér, að þegar síðasta ísbirnan í heiminum leitar lands á Íslandi eftir nokkra áratugi, ungafull og örvæntingafull, þá munu það verða hróðugir Íslendingar sem munu kála henni - alveg eins og við drápum síðasta geirfuglinn! Isbjarnarungi


mbl.is Ísbjörninn felldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sagan um ísskápinn sem dó

Ísskápurinn á heimilinu gafst upp á fimmtudaginn. Ég brást auðvitað við með því að reyna að forða sem mestu af matnum frá skemmdum, og sem betur fer átti ég von á fólki í heimsókn sem þannig breyttist í matarboð. Í frystinum var dýrindis humar frá Vestmannaeyjum, rækjur og krabbi þannig að þemað varð sjávarkrás. Gestirnir mættu með vín og því varð fínasta veisla úr þessu. Verst er að ég var nýbúin að kaupa birgðir af ís sem fóru beint í ruslið. En þá var það ísskápurinn sjálfur. Ég byrjaði á að reyna að fá ísskáp lánaðan en ákvað frekar að drífa í að kaupa. Það sem hefur orðið okkur til bjargar er að það er fullkomið veður til að geyma helstu nauðsynjar úti við, og því ríkir útilegustemmning á Hagamelnum. Svo voru ísskápabúðirnar þræddar, spáð og spekúlerað, og vonandi tekst að finna rétta skápinn um helgina. Á meðan er það bara útilegustemmning á norðursvölunum!

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband