Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Góð eru kvennaráð

barbie and kenEkki kemur á óvart að sterkar konur í þingflokkum Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar, þær Þórunn Sveinbjarnardóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hafi undirbyggt viðræður flokka sinna til að liðka fyrir samstarfi. Konur læra jú, frá blautu barnsbeini, að stýra samskiptum fólks í gegnum leiki sem snúast um samskipti fólks og skipulag lífsins, á meðan drengir eru hvattir til að hunsa samskipti og sinna ofbeldi og látum. Þetta kemur fram betur og betur eftir því sem konur hasla sér völl í ábyrgðarstöðum. Pælið í því hve mörg heimsmál myndu leysast fljótt ef fleiri konur væru við stjórnvölinn! Hugsið ykkur hve koma hefði mátt í veg fyrir mörg stríð ef sú hefði verið raunin í mannkynssögunni.

Lobbyismi eðlilegur í stjórnmálum

Það er sérstakt hve formaður Framsóknarflokksins tekur viðræðum annarra flokksformanna illa. Síðan hvenær hefur lobbyismi þótt óðelilegur í stjórnmálum? Það er eftir fundina, í kaffitímanum, í símtölum og óformlegum viðræðum, sem hlutirnir gerast. Alveg óþarfi að taka slíkt persónulega...

Viltu dansa gæskan...?

Ég skora hér með á Geir og Ingibjörgu að taka nokkur dansspor t.d. í Kastljósi, ef þeim tekst að landa viðræðunum. Við eigum það skilið!
mbl.is Geir og Ingibjörg ræðast við síðdegis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir býður Ingibjörgu upp í dans

Mér finnst aldrei hafa verið möguleiki í stöðunni að stjórnin héldi áfram óbreyttu samstarfi. Ef flokkur, sem galt algert afhroð í kosningum, gæti haldið áfram í ríkisstjórn eins og ekkert væri, myndi ég telja að lýðræðinu væri hætta búin. Nú hefur Geir valið hvaða stelpu á ballinu hann ætlar að bjóða upp í dans, og kannski enda þau á því að fara saman heim... í Alþingishúsið.
mbl.is Ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottar forsíðumyndir í dag

Baksíðumyndin á Mogganum í dag er alveg eins og forsíðumyndin á Blaðinu. Í Mogganum er mynd af litlum dreng og kálfi og í Blaðinu eru það Sarkozy og Merkel að kankast á. Uppstilling er nákvæmlega sú sama!

Alltaf gaman á Akureyri

AkureyriVar að koma frá Akureyri, þar sem ég var á fundi um menntun í ferðaþjónustu, með hóp af kláru og skemmtilegu fólki. Hvað er þetta með Akureyri? Það er alltaf gott veður þar! Eftir langa fundarsetu í gær dreif ég mig í laugina, sem er sveimér þá sú best hannaða á landinu. Ef Vesturbærinn sykki í hafið, þá gæti ég alveg ímyndað mér að búa á Akureyri. Ég fer þangað næst síðustu vikuna í júní, þegar AMÍ sundmótið fer fram. (Aldursflokkameistaramót Íslands) Mig vantar enn stað til að gista á, ef þið vitið um íbúð sem hægt er að leigja í tæpa viku, látið mig vita!

Óður til sauðkindarinnar

Kindur Í Bændablaðinu er snilldarljóðabálkur sem heitir "Óður til sauðkindarinnar", sem er sagður eftir Þorfinn nokkurn Jónsson. Í blaðinu kemur fram að lesendur hafi lagt hart að blaðinu að birta ljóðið á ný eftir langan tíma. Þótt í þetta sinn hafi Bændablaðið orðið á vegi mínum á Akureyrarflugvelli, þá má geta þess fyrir áhugasama höfuðborgarbúa, að blaðið liggur jafnan frammi ókeypis á kassanum á Melabúðinni - nema hvað. Þetta er semsagt í 9. tbl. Bændablaðsins frá 15. maí 2007. Rafræn útgáfa hér.
Þetta er gargandi snilld og mikið eigum við blessaðri kindinni að þakka!


Bubbi heppinn!

Það er nú sveimér gott að Bubbi litli skyldi fá byssuleyfi við 10 mánaða aldurinn. Ekki seinna vænna að byrja að kenna ungum Bandaríkjamönnum að leika sér með skotvopn um það leyti! En Bubbi litli þarf að geyma byssuna sína heima hjá afa þangað til hann hefur náð 14 ára aldri, en þá telja foreldrarnir að hann geti farið að skjóta soldið svona á umhverfið. Hversu sick getur bandarískt þjóðfélag orðið?!
mbl.is Tíu mánaða gamalt barn fær byssuleyfi í Illinois
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frétt eða auglýsing?

Gott mál, það er kominn tími til að hressa upp á vöruval í þeim verslunum sem leggja áherslu á lágt verð. Ég á frekar erfitt með þessar verslanir, ég legg svo svakalega mikið upp úr þjónustunni og vil frekar faraí Melabúðina, þar sem ég fæ allt sem mig vantar og dett ekki í nein magninnkaup. Það þarf að vera þægilegt að versla, ekki gerir maður það að gamni sínu. Mér finnst framsetning fréttarinnar hins vegar vera á mörkum þess að vera auglýsing en ekki frétt...
mbl.is Ný kynslóð lágvöruverðsverslana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggvinum boðið í eins árs afmæli

Ekkert hefur verið bloggað hér um Eurovision og kosningar. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að gera það núna og þess vegna ákvað ég að nota tækifærið og óska sjálfri mér til hamingju með að hafa haldið úti Fararstjóranum (moi) í eitt ár, en fyrsta blogg síðunnar var einmitt um Eurovision í fyrra. Síðan þá hef ég skrifað um hitt og þetta, tjáð mig um fréttir og dægurmál, pælt í bloggi annarra og síðast en ekki síst eignast bloggvini, hverra síður ég les reglulega. Af því tilefni er öllum bloggvinum boðið að fagna okkur sjálfum, og óska ég okkur öllum farsællar skrifræpu um ókomna framtíð, á besta blogginu í bænum, Moggablogginu! Og pælið í því, að þegar ég skrifaði fyrstu færsluna, höfðu rétt um 10.000 færslur verið skráðar, núna eru þær komnar á þriðja hundrað þúsund og í raun ótrúlegt hve margt frábært fólk hefur ákveðið að ganga í þetta skemmtilega samfélag á netinu.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband