Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
Um daginn var ég á leið til Brussel sem oft áður. Eins og hlýðinn þegn, setti ég allar hreinlætisvörur í vökvaformi í plastpoka, til að þurfa ekki að verða fyrir þeirri niðurlægingu að láta einhvern kall róta í snyrtibuddunni minni, eins og kom fyrir þegar ég var ekki búin að venjast vökvahræðslunni. Samt lendi ég alltaf í því að morgunkaffið mitt (1/2 l. dæet kók) er gert upptækt við öryggishliðið. Ég geri samt alveg í því að sturta í mig dreggjunum úr flöskunni og tollverðir bíða þolinmóðir á meðan ég innbyrði mögulegan sprengivökvann. En semsagt, þar sem ég sat í seinni vélinni frá Köben til Brussel, tók konan við hliðina á mér upp prjónana og sat allan tímann og bætti vel í peysuna sem hún var með á prjónunum! Já, nú þegar öllum er orðið sama um naglaþjalir og ofuráhersla lögð á að gera snyrtipinnum erfitt að ferðast með því að taka af þeim allar hreinlætisvörur, þá fer fólk bara um borð með prjóna eins og ekkert sé! Það er ekkert samræmi í þessu og það eina sem hefur gerst er að fólki er gert eins erfitt og leiðinlegt og mögulegt er að ferðast. Samt hefur fólk aldrei ferðast meira.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.11.2007
Heimilislausir hnjóskóttir hestar
Hvað gerir maður þegar hesturinn manns er allt í einu heimilislaus? Tekur hann heim í Vesturbæinn og býr um hann í bílskúrnum? Við erum semsagt að missa hesthúsaplássið í Mosfellsdalnum og sáum fram á að taka hestana inn um áramótin á nýjan stað. En vegna veðurfarsins í haust eru hestarnir okkar allir í holdhnjóskum og því þarf að taka þá inn 6-8 vikum fyrr en vanalega, eða um síðustu helgi í stað áramótanna. En ég er ekki enn búin að tryggja pláss! Þabbaraþa, nú liggja Danir í því!
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.11.2007
Af Rómverjum, englum og djöflum
Fjölskyldan brá sér til Rómar í vetrarfríi barnanna, enda kjörið tækifæri til að kynna þeim vöggu evrópskrar menningar um leið og kíkt er í búðir og borðaður góður matur. Róm er ein af mínum uppáhaldsborgum í Evrópu og þreytist ég seint á að detta um sögu, menningu og fegurð við hvert götuhorn. Svo á ég frábæran vin í Róm, hann Tito, sem finnst ekki tiltökumál að hitta fólk og leiða það um götur og veitingastaði borgarinnar. Í þetta sinn kenndi hann dætrunum allt um pizzur og pasta og útskýrði að ekki má setja hvaða sósu sem er á hvaða pasta sem er! Að áeggjan Titos keypti ég bók Dan Browns, Engla og djöfla, sem einmitt gerist í Róm og las hana í næstu flugferðum mínum. Hún er hræðilega spennandi og mun betri en da Vinci lykillinn, ég mæli með henni. Að öðru leyti gengum við okkur til óbóta í Róm, versluðum pínu, borðuðum mikinn og góðan mat og drukkum í okkur menningu og sögu. Tito leysti mig svo út, eins og venjulega, með heimalöguðu Limoncello, namm, namm!
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þessi setning er ein af þeim bestu úr íslenskum myndum. Djúp og hefur víðtæka tilvísun í það sem Stinni stuð vildi segja í skemmtimyndinni Með allt á hreinu. Annars var fyrsta setningin sem mér datt í hug með Arnold "Hasta la vista, baby!" en hún þýðir svosem það sama, þannig að það er alltaf gaman að eiga von á kallinum aftur.
Vinsælast að lofa endurkomu að hætti Tortímandans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)