Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Eingöngu karlmenn notaðir sem tilraunadýr?

Ég set spurningamerki við niðurstöður þessarar rannsóknar þar sem ég tel að konur hafi varla verið með í tilrauninni, en það hlýtur að vera nauðsynlegt til að fá rétta mynd af mannskepnuninni. Ef karlar voru þarna í meirihluta var rannsóknafé kastað á glæ þar sem það var fyrirfram viað að þeir geta fæstir gert meira en eitt í einu. Flestir karlmenn sem ég þekki kannast samt við fyrirbærið og kunna að hlæja að þessum líffræðilegu takmörkunum sínum!
mbl.is Flöskuháls kemur í veg fyrir að heilinn vinni tvö verk í einu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Börn í fréttum í Ameríku

Ég horfði á morgunfréttir Fox sjónvarpsstöðvarinnar í Boston í gærmorgun og þar voru tvær fréttir um börn sem vöktu athygli Íslendings. Önnur fréttin var um notkun tálbeitu til að ná til barnaníðings sem hafði auglýst eftir unglingsstúlkum til að aðstoða sig við þrif. Lögreglan setti sig í samband við hann á netinu og þóttist vera stelpa og þá komu fljótt í ljós aðrar og annarlegri óskir af hálfu mannsins. Farið var með þetta alla leið, tálbeita send á staðinn, maðurinn handtekinn og dæmdur í fangelsi og sýnt frá öllu saman í sjónvarpi þar sem sýndar voru myndir af honum. Þarna finnst mér tilgangurinn réttlæta notkun tálbeitu til að taka svona menn úr umferð. Hin fréttin var um börn sem höfðu verið úti að leika en var orðið kalt og ætluðu heim. Foreldrarnir höfðu skroppið frá örstutt, og því biðu börnin á tröppunum þangað til þeir komu. Þetta fólk er búið að dæma fyrir vanrækslu af því börnin voru ein úti og varð kalt. Við þessu segi ég bara "only in America..."

Niðurtalningin hafin

Nú segi ég bara ÓMG (Ó Mæ God), niðurtalningin fyrir afmælið MIKLA hefst í dag! Vinir og félagar, takið daginn frá til að samgleðjast og hylla júnóhú!

Boston á morgun

Á morgun liggur leið mín í stutta ferð til lærdómsborgarinnar Boston þar sem ég mun heimsækja einn af bestu háskólum heims. Mér dettur ekki í hug að ferðast án þess að njóta þess líka, og því mun ég, allan sunnudaginn og milli funda, spranga um Cambridge, rölta um Harvard Square og Newbury Street, og svo er víst skylda að snæða á Legal Seafoods í borginni. Verst að það er svo ferlegakalt þarna núna, það er svona veður eins og var hér um daginn, frost og snjór. Það er bara 66N peysan, úlpa og bomsur í búðirnar. En bókabúðirnar maður, jedúddamía, ég á eftir að gleyma mér! Sleppi bara Leyndardómum Viktoríu í staðinn. 

Með kynlíf á heilanum

Karldýr með kalt blóð eru greinilega ekki svo frábrugðin karldýrum með heitt blóð - með kynlíf á heilanum, og alveg sama um allt á meðan hann er stífur! Það væri þá helst að spendýrskarlar öfunduðu eðlurassgatið af því að vera með tvo!
mbl.is Með stinnan lim í viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtun fyrir konur, börn og homma - hvað kemur rigning þessu við?

Í Blaðinu í dag er ágætis kvikmyndasíða sem ég las upp til agna, sérstaklega greinina um söngvamyndir sem sagðar eru gerðar fyrir ofangreinda hópa. Svo er listi yfir vinsælustu titillög nokkra dans- og söngvamynda, en fjögur af tíu titillögum fjalla um rigningu!

Ég elska dans og söngvamyndir -og er stolt af því, og held mest upp á tvö tímabil. Fyrst eru það gullaldarár MGM kvikmyndaversins í kringum 1950 þegar sjarmörinn Gene Kelly, dramaunglingurinn Judy Garland, stríðnispúkinn Mickey Rooney, sunddrotningin Esther Williams og dansandi parið Fred og Ginger voru upp á sitt besta. Síðara tímabilið eru svo the "roving eighties". Nostalgían grípur mig og diskótakturinn hríslast um mig alla þegar ég hugsa um Flashdance, Grease, Footloose, Saturday Night Fever, Breakdance, Beat Street og Fame. Ég á það meira að segja til að bresta í söng við ýmis tækifæri, stökkva upp á bíla og húsgögn og tjá mig með dillandi diskó eða steppi og taka nokkra létta tóna. Ef þið hafið ekki séð mig, þá eigið þið mikið eftir! En það var þetta dularfulla rigningarmál. Vinsælustu titillög söngvamynda eru samkvæmt Blaðinu:

1. Singin' in the Rain úr úr samnefndri mynd
2. America úr West Side Story
3. Over the Rainbow úr Wizard of Oz
4. The Sound of Music úr samnefndri mynd
5. Tomorrow úr Annie
6. Supercalifragilisticexpialidocious úr Mary Poppins
7. The Rain in Spain úr My Fair Lady
8. Don't Rain on my Parade úr Funny Girl
9. You're The One That I Want úr Grease
10. Roxanne úr Moulin Rouge


Fallin fyrir handboltanum

Þá er maður gjörsamlega orðinn forfallinn handboltaaðdáandi enn á ný! Það er eitthvað geggjað við íslenska handboltaliðið, væntingarnar af hálfu landsmanna og svo náttúrulega frábært gengi liðsins. Það er ekki hægt að missa af þessu. Áfram Ísland!

Kominn tími til að endurmeta menntunarstig þjóðarinnar

Það getur ekki annað verið en þessar tölur - ef þær eru raunverulegar, hafi eitthvað að segja um menntunarstig íslensku þjóðarinnar. Nú er lag að gera úttekt á ný á brottfalli úr skólum og uppfæra rannsóknir á téðu lágu menntunarstigi okkar. Burtu með barlóminn í aðilum vinnumarkaðarins og förum að vera stolt af menntakerfinu okkar. Ef við trúum ekki að það virki, þá virkar það ekki.


mbl.is Mikil fjölgun nemenda í háskólum og framhaldsskólum á síðustu árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Börn sem söluvara?

Með frestun barneigna og aukinni ófrjósemi í hinum vestræna heimi er skiljanlegt að eftirspurn eftir börnum til ættleiðingar aukist. Að sjálfsögðu er það hið besta mál að börn sem fæðast í slæmum aðstæðum komist til fólks sem getur veitt því gott líf. Það sem ég óttast hins vegar mest þegar fréttir berast af mikilli "eftirspurn" eftir börnum til ættleiðingar, er að óprúttnir aðilar kunni að nýta sér neyð fólks og ræna börnum til að græða pening. Ég held nefnilega að það sé algengara en margur heldur.


mbl.is Aukin eftirspurn eftir börnum til ættleiðingar á alþjóðavettvangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tölum tungum til tíræðs

Engin þörf á að böggast lengur í mér fyrir að vera eilífðarstúdent, fræðslufíkill... ég verð sko í banastuði í heimsreisu minnst til 104 ára!
mbl.is Tungumálakunnátta tefur fyrir elliglöpum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband