Það hlýtur að vera sérstakt fyrir ráðamenn í Sádí Arabíu að fá sendinefnd, sem eingöngu er skipuð konum, í opinbera heimsókn frá öðru landi. Frá okkar bæjardyrum séð kemur það flott út að konur í valdastöðum í þjóðríki heimsæki land, þar sem möguleikar kvenna eru raunverulega afskaplega litlir þótt annað sé látið í veðri vaka, og sýni að í okkar landi séu konum allir vegir færir. Hins vegar væri gaman að vera fluga á vegg og heyra sjónarmið móttökuaðilanna, og hvað þeim finnst í raun og veru. Í þeirra menningu hlýtur það að virðast undarlegt að konur séu sendar einar til útlanda til að hafa orð fyrir þjóð sinni. Taka þeir mark á því sem þær hafa fram að færa? Kannski er þetta tómt kurteisishjal? Haldið þið að við getum breytt einhverju í djúpstæðri menningu Sádí Arabíu?
Ræddu málefni kvenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Ferðalög, Lífstíll, Menning og listir, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Ég held að það sé gott að prufa svonalagað, og að sýna virðingu og vináttu, þá verður kannski hlustað á okkur í framtíðinni. En Saudi Arabía á örugglega mjög langt í land í kvenfrelsismálum. Og þeir eru ábyggilega enn að rabba um þennan fund!
halkatla, 9.1.2007 kl. 18:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.