Norrænt samstarf er ákaflega mikilvægt fyrir okkur og hefur á vissan hátt haft góð áhrif á hina sérstöku stöðu Íslands og Noregs utan við ESB en innan EES. Ástæðan fyrir því að norræna samstarfið hefur haldið, er fyrst og fremst vilji þjóðanna til að halda því og styrkja, en ekki má gleyma þeirri almennu ástæðu sem liggur í aukinni alþjóðasamvinnu á öllum sviðum þjóðlífs. Það er framtíðin, og löngu kominn tími til að óska eftir aðildarviðræðum okkar og Norðmanna við Evrópusambandið. Verst þykir mér hvernig málið hefur tapast í kosningum í dægurmálaþrasi. En nú er Halldór kominn þessa stöðu og verður reffilegur sem framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar og verðum við Íslendingar að nýta þann tíma, sem hann verður í embætti, til að byggja upp samstarf til framtíðar. Hann hefur breytt skoðunum sínum og ættu aðrir stjórnmálamenn að geta þróað skoðanir sínar á sama hátt. Ég hvet alla stjórnmálaflokka til að setja Evrópusamstarfið á oddinn í komandi kosningum og þora að segja hvað þeim finnst! Hér beini ég máli mínu e.t.v. helst til Sjálfstæðisflokksins, þar hafa Evrópusinnar verið í felum undanfarin ár en ættu nú að geta komið út úr Evrópuskúffunum.
Halldór segir að norræna samstarfið muni eflast ef öll ríkin væru í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Ferðalög, Lífstíll, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:10 | Facebook
Athugasemdir
Já, það er vonandi að fólk í öllum flokkum fari að þora að koma fram úr Evrópskápum og -skúffum. :)
Gangi þér vel hjá HR!
Svala Jónsdóttir, 9.1.2007 kl. 00:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.