Þurfum við á öllu þessu drasli að halda?

Getið þið ímyndað ykkur að kaupa ekkert nýtt í eitt ár nema það allra nauðsynlegasta? Mér finnst þetta áhugaverð tilraun og er viss um að maður myndi í fyrsta lagi gera sér grein fyrir hverjar raunverulegar nauðsynjar eru og í öðru lagi hvers maður getur hæglega verið án þess að gera sér grein fyrir því. Í þriðja lagi myndi maður eflaust þróa með sér ákveðna virðingu fyrir hlutum, virðngu sem mér finnst algerlega á undanhaldi hér á landi og síðast en ekki síst myndi maður spara pening! Hvernig væri að draga niður í neyslukapphlaupinu?


mbl.is Fóru í eins árs verslunarbann á ónauðsynlegt dót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta er frábær hugmynd. En því miður hafa framleiðslufyrirtæki séð til þess að við verðum að endurnýja reglulega. Manstu þegar td. "saumavélin hennar ömmu" gat farið í arf... núna meiga hlutir ekki vera eldri en sí og so.

Kapítalisminn (græðgin) er á fullu að grafa gröf, sem við göngum niður í glaðlega. 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.1.2007 kl. 13:17

2 Smámynd: Birna M

Gaman væri að fá það í tísku að hlutir gangi í arf.

Birna M, 3.1.2007 kl. 16:03

3 identicon

Þetta er mjög svo athyglisverð hugmynd hjá þér Aðalheiður.Kannski vert að reyna hana eða.............. Ég held að svona myndi ekki virka á mig.Ég gæti áreiðanlega talið sjálfum mér trú um að nýjasti Football Manager leikurinn teldist til brýnustu lífsnauðsynja um leið og hann kemur út.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 17:47

4 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Snilldarhugmynd !

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 3.1.2007 kl. 20:48

5 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Sbr. Sigurð Eðvalds: Það er einmitt spurning hvað fólk teldi ´bráðnauðsynlegt´. Ég er einmitt að gera svona athugun á sjálfri mér. Rennandi heitt vatn? Neinei, alger óþarfi. Rafmagn? Ekkert endilega. Sjónvarp? NEI! Hlý föt? Já. Vatn? Já. Og matur, já, en ekkert súkkulaði :)

gerður rósa gunnarsdóttir, 3.1.2007 kl. 22:19

6 Smámynd: Ester Júlía

Ég lifði svona einu sinni.  Reyndar tilneydd .  Verslaði bara "notað" dót og bara ef ég þurfti nauðsynlega á því að halda.  Síðan eru liðin mörg ár og fannst það ekkert sérlega frelsandi þá en ég væri til í að gera þetta aftur og þá ótilneydd.  Mjög sniðug hugmynd.  En það verður erfitt að fá fjölskylduna til að samþykkja það .."dæs".

Ester Júlía, 4.1.2007 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband