30.8.2008
Göngutúr eða ball?
Það voru greinilega færri í kvöldgöngu á Ægisíðunni í kvöld en vanalega, þegar við Bella fórum í gönguna okkar. Kannski er komið haust í fólk þar sem veðrið hefur verið fremur haustlegt undanfarið. Í kvöld var samt fullkomið síðsumarveður, hlýtt og milt, og sólarlagið náttúrulega það fallegasta sem gerist. Eða kannski voru bara allir komnir í partý fyrir Stuðmannaballið á Nesinu í kvöld nema ég, þar sem ég ákvað að fara ekki á ballið í ár?
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Lífstíll | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.