25.8.2008
Að taka viljann fyrir verkið
Ég ætlaði að vera rosa sniðug og byrjaði í leikfimi í ágúst (stuttu, lokuðu námskeiði) og var hugmyndin að vera komin af stað ÁÐUR en allir kjánarnir láta undan auglýsingum og hópþrýstingi og flykkjast í ræktina í september. Mjög góð hugmynd. Svo koma svona vikur eins og þessi hér, í dag fór ég í erfisdrykkju uppúr hádeginu og svo í unglingaafmæli í kvöld, þannig að mataræðið var eins og við er að búast og leikfimistímanum sleppt. Næsti leikfimistími er á miðvikudaginn, þá verð ég með erlendan fyrirlesara hjá mér og fer með honum út að borða. Síðasti tími vikunnar er svo á fimmtudaginn og þá er ég að fara í kvennaklúbbskvöld með tilheyrandi veitingum og sleppi þ.a.l. leikfiminni. En hugmyndin er góð, þessi þarna sem sneri að því að fara í leikfimi og borða hollan mat...
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Íþróttir, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:44 | Facebook
Athugasemdir
Alla mín þú verður bara að fara í ræktina með hinum kjánunum
Heddý
Herdís (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 13:43
Kannast við svona áform. Einu sinni fór ég á átaksnámskeið sem var akkúrat í kringum páskana með tilheyrandi fermingaveislum og páskaeggjum. Komst ekki í neina leikfimitíma en gat mætt í allar fermingaveislur
Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 19:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.