25.8.2008
Haustið heilsaði í dag
Það var eins og haustið kæmi í dag. Hrollkalt í lofti og vindur, allir skólar byrjaðir og fólk í atvinnulífinu er að vakna í þynnkunni eftir sumarfríið, grillkvöldin og sumarbústaðaferðirnar. Ég dröslaðist í dragtina og á hælana eftir að hafa verið í útilegubuxum, stuttermabol og pumaskóm síðan í júní. Þá er að spýta í lófana og kröfurnar eru miklar og skemmtilegar; vinnan, aukavinnan, extra-verkefnin og aukaaukavinnan, heimilið, heilsan, félagslífið. Þetta verður góður vetur. Rosalega hlakka ég til jólanna!
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:52 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.