Girnilegt hjónabandsheit

Sveimér þá ef ég myndi ekki gifta mig undir þessum formerkjum! Skikka kallinn bara til að gefa mér kött. Ég verð nú að játa að ég hef ekki kynnt mér nægilega vel út á hvað kenningar Vísindakirkjunnar ganga, þótt margir álitlegir menn í Hollywood hafi gengist undir hennar kennisetningar. En ef ég fengi bæði John Travolta og kött, þá held ég að ég myndi ekki hika við að skrá mig sem Vísindakirkjukonu!


mbl.is Cruise hvattur til að gefa Holmes kött
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

gömul íslensk hjátrú segir okkur líka að menn sem eru góðir við ketti verði góðir og ljúfir eiginmenn. ég hef ákveðið að trúa þessu virkilega og ef vísindaspekikirkjan er að kynda undir eitthvað svona sætt og skemmtilegt, þá vex hún í áliti hjá mér (þótt ég hafi að vísu nokkra þekkingu á kenningum hennar og finnist þær næstum mesta rugl sem ég get ímyndað mér, hehe) Allar konur ættu að fá kisa í brúðkaupsgjöf, nú verður maður bara að vita meira um það hvaðan þessi speki kemur. Kannski var L Ron Hubbard kattavinur?

halkatla, 16.11.2006 kl. 17:48

2 Smámynd: Hulda Dagmar Magnúsdóttir

Svo er ekki slæmt að fá pönnu líka en hárgreiðan gerir samt gæfumuninn

Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 16.11.2006 kl. 20:40

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þessi er góð: Þá munu þau bæði þurfa að heita því að ganga aldrei ósátt til náða og Holmes verður sagt að búa sig undir að „ungir menn séu frjálsir í hugsun og að þeir eigi það til að gleyma loforðum sínum.

Ekkert um að ungar konur geti verið veikgeðja og geti látið undan frjálslyndum körlum? Það er sem sagt afsakanlegt ef karlinn tekur hliðarspor en ekki konan? Ég þarf að fara að skoða þessa vísundakirkju. 

Villi Asgeirsson, 17.11.2006 kl. 05:53

4 identicon

Skilgreiningin "ungir menn" á nú varla við Tomma Krús, sem verður 45 ára næsta sumar og er því miðaldra.

Ekki vildi ég heldur fá kött í brúðargjöf, þar sem ég er með ofnæmi fyrir kisum. Panna, hárgreiða og demantar væri nær lagi! :)

farfuglinn (IP-tala skráð) 20.11.2006 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband