11.6.2008
Af skólpi, dreni, rörum og vatnsnotkun
Það er verið að skipta um skólpið á húsinu okkar og húsinu við hliðina. Það þurfti að skrúfa fyrir vatn á meðan verið var að ganga frá lögnum, sem varð til þess að kranar og pípur fylltust af smásteinum. Út af þessu var ekki hægt að nota sturtu og bað, ekki hægt að drekka vatnið og erfitt var að sturta niður. Þetta varði næstum því í heilan sólarhring. Þegar svona er, þá fattar maður hvað við erum heppin með allt þetta góða vatn sem við eigum, kalt og heitt og fullt af því! Ég verð reyndar alltaf mjög þakklát fyrir vatnið okkar þegar ég er í útlöndum, en maður hefur gott af því að láta minna sig á þetta áþreifanlega. Ég hljóp yfir í laugina á náttfötunum í morgun til að fara í sturtu, svo þetta reddaðist. Mikið er maður nú háður vatninu! Í tengslum við framkvæmdirnar er verið að setja dren í kringum húsið, svo núna veit ég nákvæmlega hvað það er! Þegar fólk, t.d. fasteignasalar töluðu hróðugir um að búið væri að "drena" eða "skipta um drenið" á einhverju ákveðnu húsi, þá kinkaði ég kolli og hummaði en hafði ekki græna glætu hvað verið var að tala um en fannst eins og ég ætti að vita þetta. En núna veit ég þetta sko í alvöru og veit hvers vegna sett eru dren í tengslum við röraskipti gamalla húsa. Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt! Næst eru það gluggaskipti og íbúðin mín verður eins og ný (eða nýlegri, því húsið er á besta aldri byggt 1957). En vatnið er komið aftur enda getum við víst ekki án þess verið.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.