Fjallbaksleið til Aþenu

Snow on AcropolisÉg lagði land undir fót í gær, sem ekki er svo sem í frásögur færandi, og var á leið á tveggja daga fund í Aþenu. Það er nú ekki heiglum hent að komast til Grikkjaveldis þar sem flugsamgöngur þangað eru örugglega stopulli en rútuferðir um fjallbaksleið nyrðri. Lausnin var að fljúga til Köben á sunnudagskvöldi, gista þar og fara áfram til Aþenu á mánudagsmorgun. Þegar ég svo mætti á Kastrup kom í ljós að allt flug til Aþenu hafði verið fellt niður. Starfsmaður SAS sagði mér kíminn að það hefði snjóað aðeins í borginni og þess vegna hafi flugvellinum hreinlega verið lokað og ekki væri hægt að lenda í borginni. Eftir að hafa kannað allar leiðir til að komast var ljóst að ég myndi í öllum tilfellum missa af fundinum. Því var ekki um annað að ræða en snúa við heim. Ég verð nú að játa að það var pínu kjánalegt að fara svona tilgangslausan flugrúnt út í heim og aftur til baka bara vegna þess að Grikkir eru ekki "ávallt reiðubúnir" eins og skátarnir...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég á ekki orð... + =

Gunnar Helgi Eysteinsson, 18.2.2008 kl. 21:43

2 identicon

Hvað getur maður sagt ég bjó í Dundee í Skotlandi á námsárunum og eitt sitt snjóaði soldið og þá kláraðist allt í matvörubúðinni því óvíst var hvenær hægt væri að koma með vistir í búðina, og skotarnir ætluðu ekki að vera uppiskroppa með hvorki nauðsynjar né annað.  Íslendingnum fannst þetta nokkuð skondið

Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 10:28

3 identicon

Til hamingju með annan í stórafmæli elsku vinkona :-)

Laulau (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband