3.10.2007
Óþarft átak
Ég hef aldrei vitað eins óþarft átak og gervi-tilstand eins og á bak við fréttina í kvöld um að "nú ætli krakkar að ganga eða hjóla í skólann" í takt við eitthvað evrópskt átak, og tekið dæmi af míkróbænum Seltjarnarnesi, þar sem skólinn er uppi á hæð og allir búa innan við 100 metra í kringum þann hól. Síðast þegar ég vissi, þá tíðkaðist að börn væru í hverfisskólum á Íslandi, nema með einstaka undantekningum. Það er einfaldlega ekki hægt annað en ganga í skólann! Við þurfum ekki að taka öll átök beint upp eftir öðrum þjóðum þar sem aðstæður barna eru allt aðrar og oft frelsisheftandi. Ég skil ekki hvernig er hægt að hugsa sér að keyra börn í skólann við okkar aðstæður. Það myndi bara breyta þeim í ósjálfstæða eymingja.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Dægurmál, Sjónvarp, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Já, en Alla mín.... held þú ættir að setjast fyrir utan skólana í nokkra daga og fylgjast með því hversu FÁRÁNLEGA margir keyra í alvöru börnin sín í skólann. Þrátt fyrir nálægð heimilisins við skólann. Þegar sonur minn byrjaði í skóla var það á Nesinu, eins og þú mannst. Það eru 6 ár síðan og þá var ég að tuða yfir mæðrum sem keyrðu um á súpersæsd jeppunum sínum með tvö börn í OshKosh göllum í aftursætinu og skutluðu börnum á milli skóla, tónlistarskóla og íþróttaskóla!!!!! Þannig að ég held að svona átak sé alls ekki óþarfi. Held bara að það ætti að hætta að tala undir rós og segja fólki til syndanna (en það er náttúrulega bara gleðispillirinn ég sem hugsa og geri svoleiðis :-) )
Laulau (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.