Að koma sér að verki eftir helgina

Þá er sumarprófið búið og bara sex stór verkefni sem ég á eftir að klára að mestu leyti áður en ég hef störf í nýju vinnunni þann 1. sept. Alltaf gott að hefja störf á frídegi, þegar ég byrjaði hjá Mennt var það einmitt 1. maí. En eins og er, er frábært að vera að vinna heima, en verst hvað sjálfsaginn er oft lítill. Ég verð að nýta þessa viku vel... Hlakka ferlega til að fara síðan aftur að vinna á Laugaveginum, sé fram á að labba eða hjóla í vinnuna og hitta vini í hádeginu á kaffihúsi. 

Helgin var mjög góð, fyrrverandi samstarfsfélagar mættu í léttan kvöldverð og spjall á föstudag, en svo "beilaði" ég á hinu árlega sveitaballi á Nesinu á laugardag en sat þess í stað heima við skyndibitaát yfir Feita gríska brúðkaupinu, sem er alltaf jafn fyndin mynd. Sunnudagurinn snerist að mestu um leikinn, upphitun með stórfjölskyldunni og svo leikinn sjálfan. Fór reyndar aðeins fyrr af leiknum ("heyrði" bara markið í KR-útvarpinu) til að fara í saumó, með Hagamelsís í lítravís í farteskinu, sem rann ljúflega niður...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 27.8.2007 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband