Hafnfirðingar í góðum málum

Það telst frétt að konur eru í formennsku allra nefnda innan stjórnsýslu Hafnarfjarðar. Væri talað um það ef karlar stýrðu öllum nefndum? Held ekki. En þegar betur er rýnt í málið kemur í ljós að nefndarmenn skiptast nokkuð jafnt í heild, eða 57% karlar og 43% konur, sem ætti að vera innan skekkjumarka jafnréttissjónarmiða á báða bóga. Ég get ekki dregið aðra ályktun en þá að val á nefndarmönnum í Firðinum, svo og formönnum nefnda, hljóti að fara eftir einstaklingsbundnum hæfileikum, og er það vel. Hafnfirðingar rokka, enda er hún amma mín og nafna alin upp í Hafnarfirðinum!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband