Íslenskir hestar erlendis

Ég var að horfa á samantekt frá heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem nú fer fram í Hollandi. Íslenski hesturinn er örugglega ein besta landkynningin okkar og frábært hve vel hefur gengið að kynna hann erlendis. En ég get ekki að því gert, að í hvert sinn sem ég horfi á íslenska hesta sem hafa verið fluttir út vegna keppni eða hafa verið seldir, þá er það tvennt sem vekur hjá mér ónotatilfinningu. Annars vegar hugsa ég alltaf hve heitt hestunum hlýtur að vera í ókunnu loftslagi, og hins vegar finn ég til sorgar yfir þeirri staðreynd að þegar hestarnir eru komnir út, eiga þeir aldrei afturkvæmt heim hvort sem eigendum þeirra líkar vetur eða verr. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hélt að það væri Carlos sem segði vaff en þú bé
Annars er ég alveg sammála þér í þessari hestapælingu.  Fæ líka alltaf smá sting í magann yfir þessu.  Sérstaklega þegar Íslendingar fara með gæðingana sína út til að keppa, ekki einvörðungu til að selja, og koma svo ekki heim með þá aftur

Laulau (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband