Auglýsing um afhommun

Mér svelgdist illilega á ristaða brauðinu í morgun þegar ég sá heilsíðuauglýsingu í Mogganum frá einhverjum hóp kristinna trúfélaga. Yfirskriftin er: "Frjáls... úr viðjum samkynhneigðar". Er ekki í lagi með fólk? Er virkilega til einhver sem heldur því fram að hægt sé að þvinga einstaklinga til að vera annað en þeir sjálfir?! Maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta. Kannski væri ráð að draga andann djúpt og líta á þetta sem brandara á þessum annars gleðidegi, þegar ástæða er til að fagna leiðréttingu mikilvægra mannréttinda með samkynhneigðum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta

Ég hló - hélt þetta hlyti að vera djók.

B

Birgitta, 12.8.2006 kl. 22:35

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Í auglýsingu trúfélaganna var EKKI verið að halda "því fram að hægt sé að þvinga einstaklinga til að vera annað en þeir sjálfir". Hins vegar er vitað, að margir samkynhneigðir hafa sjálfviljugir farið í enduráttunarmeðferð og fengið þar lausn á vanda sínum. Í grein minni á Kirkju.net : Verulegur árangur af meðferð samkynhneigðra, kemur þetta m.a. fram: "Bæði í hóp- og einstaklings-meðferðum (sem eru af ýmsu tagi, en sálgreiningarmeðferð algengust) næst fullur árangur eða bati hjá þátttakendum í 27–28% tilfella að meðaltali. Þar við bætast svo þeir, sem teljast eða telja sig vera "í framför", en þeir eru tæplega 32% þeirra sem fóru í hópmeðferð. Þá er þetta farið að nálgast 60% þátttakenda, sem fá einhverja úrlausn í þessu máli."

Ef fólk vill sjálft breytast frá samkynhneigð sinni, þótt það geti það ekki upp á eigin spýtur, er þá ekki sjálfsagt, að það leiti til sérfræðinga um hjálp? Sumir halda því fram, að það sé ekki hægt, en staðreyndir sýna annað (sjá nánar tilvísaða grein). Það er hámark forræðishyggju að vilja meina fólki að leita meðferðar við vanda sínum.

Jón Valur Jensson, 13.8.2006 kl. 11:58

3 identicon

Æiæiæi, að nokkur skuli halda að samkynhneigð sé vandi einhvers! annaðhvort er maður samkynhneigður, tvíkynhneigður eða gagnkynhneigður.... þetta er ekki vandamál að nokkru leiti. Að telja homma trú um að hann sé ekki hommi er heilaþvottur og ekkert annað.

Laulau (IP-tala skráð) 13.8.2006 kl. 19:48

4 identicon

Það er ótrúlegt að á því herrans ári 2006 séu til menn sem að halda því statt og stöðugt fram að hægt sé að "afhomma" menn.Í mínum huga er það er ekki nokkur spurning að þeir sem að telja sig hafa verið "afhommaða", lifa í samskonar afneitun og sjálfsblekkingum þeir einstaklingar sem að eru samkynhneigðir, en eru samt sem áður í gagnkynhneigðu sambandi og lifa sem slíkir.Með öðrum orðum neita að horfast í augu við raunverulega kynhneigð sína.Við erum hvert okkar annaðhvort sköpuð gagnkynhneigð, samkynhneigð eða tvíkynhneigð og hvorki trúarbrögð,vísindi eða nokkuð annað afl sem mannskepnan ræður yfir í dag getur breytt okkar kynhneigð.Sem er líka bara allt í lagi.Verum ekki að andskotast út í fólk að því að það er ekki eins og æskilegt sé að þau væru.Við ættum fremur að stuðla að því að skapa þjóðfélag þar sem hver og einn geti án skammar og smán opinberað raunverulega kynhneigð sína án þess að eiga það á hættu að verða fyrir aðkasti samborgara sinna.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 14.8.2006 kl. 09:31

5 identicon

Ég myndi nú telja að þessir ofstækisttrúarruglukollar þurfi á afruglun að halda og að samkynhneigðir komist miklu frekar inn í himnaríki heldur en þeir.
Þessir menn eru stórhættulegir að mínu mati

Viðar (IP-tala skráð) 14.8.2006 kl. 12:28

6 identicon

Staðreyndir hafa reyndar líka sýnt fram á að það sé ekki hægt að ganga á vatni ... það er hægt að fara ansi frjálslega með staðreyndir Jón Valur!

Bjössi (IP-tala skráð) 14.8.2006 kl. 12:50

7 identicon

Staðreyndir hafa reyndar líka sýnt fram á að það sé ekki hægt að ganga á vatni ... það er hægt að fara ansi frjálslega með staðreyndir Jón Valur!

Bjössi (IP-tala skráð) 14.8.2006 kl. 12:51

8 identicon

Æiæiæi,aðnokkurskulihaldaaðsamkynhneigðsévandieinhvers!annaðhvortermaðursamkynhneigður,tvíkynhneigðureðagagnkynhneigður....þettaerekkivandamálaðnokkruleiti.Aðteljahommatrúumaðhannséekkihommierheilaþvotturogekkertannað.

Laulau (IP-tala skráð) 17.8.2006 kl. 05:42

9 identicon

Laulau ... er space takinn bilaður hjá þér?

Bjössi (IP-tala skráð) 17.8.2006 kl. 10:37

10 identicon

égskrifaðiþaðekki!!!
Það er eitthvað að þessum mbl athugasemdum! stundum birtast þær bara ekki, stundum oft, stundum svona!

Laulau (IP-tala skráð) 17.8.2006 kl. 15:00

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

í fréttum á Rúv 12. ágúst upp úr kl. 18 var viðtal við konu í heilbrigðisgeiranum sem upplýsti að lekandi væri að breiðast æ meir út og að m.a. hefði hann borizt frá samkynhneigðum gegnum tvíkynhneigða. Við það get ég bætt þessu: Ef tvíkynhneigður karlmaður er fjöllyndur, getur það sömuleiðis stóraukið útbreiðslu AIDS hjá konum (og síðan körlum), því að AIDS er enn a.m.k. 50 sinnum algengara meðal homma heldur en gagnkynhneigðra karla og kvenna. Í því ljósi er auðvelt að sjá þetta sem heilsufars- og þjóðfélagslegt vandamál. En ekki kæmi mér á óvart að sjá marga í fullkominni afneitun um þetta í næstu innleggjum.

Jón Valur Jensson, 18.8.2006 kl. 02:25

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo er undarlegt, að menn neiti því, að unnt sé að breytast í kynhneigð. Ætla menn að halda því fram, að allir þeir, sem verið hafa í venjulegu hjónabandi árum og jafnvel áratugum saman og eignazt börn (og pælt í kynlífsmálum í mörg ár fyrir giftingu), hafi verið samkynhneigðir? Mynduð þið þramma inn kirkjugólf með konu, ef þið væruð hommar? Nei, auðvitað ekki þið! En eruð þið þá að segja, að menn, sem nú eru hommar, hafi gert þetta þrátt fyrir eindregna samkynhneigð á þeim tíma? Væri það þá bara skiljanlegt og eðlilegt -- eða kannski undarlegt dæmi um óhreinskilni, jafnvel hráskinnaleik við þær konur?

Það eru margar heimildir, m.a. frá Kinsey-stofnuninni, sem þó er mjög hliðholl hommum og lesbíum, um að menn hafi skipt um kynhneigð oftar en einu sinni á ævinni: Árið 1970 skýrði Kinsey-stofnunin frá því, að 84% samkynhneigðra, sem þar voru rannsakaðir, höfðu breytzt í kynhneigð sinni a.m.k. einu sinni; 32% þeirra sögðu frá því, að þeir hefðu skipt yfir tvisvar, og 13% kváðust hafa skipt fimm sinnum yfir í kynhneigð á æviferli sínum (Wood & Dietrich: The AIDS Epidemic, Portland: Multnomah, 1990, s. 238). Af gagnkynhneigðum höfðu skv. sömu könnun 29% breytzt í kynhneigð a.m.k. einu sinni, 4% tvisvar og 1% a.m.k. fimm sinnum.

Jón Valur Jensson, 18.8.2006 kl. 02:29

13 identicon

Kæri Jón Valur! Auðvitað er það rugl að tala um að fólk hafi "breyst í kynhneigð". Eins og Heimir Már sagði svo skilmerkilega frá, þá var hann jafnmikill hommi og hann er nú þegar hann var í sambúð með konu. Hann var bara í afneitun.

Af hverju skyldi fólk afneita samkynhneigð á þann hátt, og af hverju ætli það sé að sumir samkynhneigðir leiti í örvæntingu sinni til trúarkuklara sem lofa að "lækna" samkynhneigð þeirra? Er það ekki einmitt vegna FORDÓMA FÓLKS á borð við þig?

Það eru menn eins og þú sem reka samkynhneigða til þess að fremja sjálfsmorð og já - þess eru dæmi hér á landi að samkynhneigðir einstaklingar hafi framið sjálfsmorð eftir að hafa komist í kynni við ofsatrúarhópa eins og Krossinn o.fl. Fólk sem predikar hatur og fordóma gagnvart fólki vegna kynhneigðar ætti að líta í eigin barn og SKAMMAST SÍN!

Svala Jonsdottir (IP-tala skráð) 20.8.2006 kl. 16:55

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki tókst Svölu í þessu innleggi að svara þeim rökum sem fram komu í póstum 10 og 11 -- en þeim mun betur að skipta skapi og það út í bláinn, því að enginn, sem ég þekki, boðar hatur gagnvart fólki vegna samkynhneigðar. Þegar bræður mínir í öðrum söfnuðum vilja hjálpa þessu fólki, er það af kærleika gert.

Vitaskuld er enginn að tala um, að auðvelt sé að breytast í kynhneigð. En “ex-gays” krefjast þess, að hlustað sé á vitnisburð þeirra um að slík breyting sé möguleg. Kinsey-stofnunin (pro-gay) bar því og vitni (póstur 11 hér ofar).

Robert L. Spitzer, prófessor við Columbia-háskóla og "chief of the New York State Psychiatric Institute's Biometrics Research Department", hefur lengi veitt samkynhneigðum stuðning, var m.a. einn helzti hvatamaður þess, að bandarísku geðlæknasamtökin hættu að skilgreina samkynhneigð sem geðröskun árið 1973. Á ársfundi sama félags um 30 árum seinna hitti hann hóp manna, sem hafði snúizt frá hómósexúellu líferni. Hann kynnti sér málið og sannfærðist loks um, að mönnum hafði virkilega tekizt að snúast frá þessum kynlífshætti og þessari kynhneigð -- ekki á neinn hraðan hátt, en tekizt það samt. Spitzer er ekki kristinn, þvert á móti er hann guðleysingi að eigin sögn. Vitaskuld lenti hann samt í orrahríð óvæginna gagnrýnenda, þegar hann birti niðurstöður rannsóknar sinnar í Archives of Sexual Behavior í október 2003, en hikar ekki við að verja sína rökstuddu afstöðu (sjá þetta viðtal ).

Jón Valur Jensson, 26.8.2006 kl. 02:01

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nýjar fréttir: 12. þessa mánaðar lýsti dr. Gerald P. Koocher, forseti bandarísku sálfræðingasamtakanna, yfir stuðningi við meðferð (treatment) fyrir þá sem aðþrengdir væru vegna óviljugrar löngunar sinnar til sama kyns. Lagði hann áherzlu á að virða skuli valfrelsi manna til að fara í meðferð (therapy) til að minnka aðdrátt (attraction) þeirra til sama kyns og styrkja möguleika þeirra til gagnkynhneigðar, svo framarlega sem þeir hafi sjálfir kosið að fara í meðferðina, óþvingaðir með öllu. Ennfremur segir í frétt af þessu: “Dr. Koocher clearly emphasized that providing psychological care to those distressed by unwanted homosexual attractions was well within APA's Code of Ethics.” Sem sé: Meðferð í slíkum tilvikum brýtur ekki gegn siðareglum sálfræðingasamtakanna bandarísku. En hér á Íslandi eru fordómarnir þvílíkir (auðvitað hjá þeim illa upplýstu), að enginn virðist mega orða möguleikann á árangursríkri meðferð til að breytast frá samkynhneigð án þess að vera úthrópaður fyrir “fordóma”!! -- Svari nú þeir, sem svara vilja, rökunum í póstum 10-11 og þessum!

P.s. Mega menn einungis afneita gagnkynhneigð sinni, ekki samkynhneigð?

Jón Valur Jensson, 26.8.2006 kl. 02:03

16 identicon

Öllu merkilegri en þetta blaður trúmanna um afhommun er hinn fanatíski áhugi sem sumir geta haft á kynhegðun annars fólks. Orsakir þess er eitthvað sem hausakrukkarar heimsins mættu skoða betur, kannski má jafnvel þróa meðferð til að frelsa fólk undan slíkum kenndum enda held ég að það sé þung byrði að lifa með þeim.

Ég átta mig raunar ekki á því hversvegna það skiptir yfirleitt máli hvort að samkynhneigð er meðfædd eða lærð, læknaleg eða ekki, "náttúruleg" eða "ónáttúruleg". Eiginlega er mér skítsama, það breytir því ekki að fólk á fullan rétt á að haga sínu lífi að eftir eigin höfði svo lengi sem það skaðar ekki aðra í kringum það (og hingað til hef ég ekki orðið fyrir þungum búsifjum af völdum samkynhneigðar samborgara minna.)

Bjarki (IP-tala skráð) 26.8.2006 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband