3.8.2006
Bodies
Ég vona að læknar séu almennt ekki í svona svakalegri andlegri krísu eins og gefið er til kynna í Bodies, læknaþættinum í Sjónvarpinu. Á milli fúlheita og persónulegra vandamála sem klárlega hafa áhrif á starf þeirra, eru sýndar afar nákvæmar myndir af fæðingum, keisaraskurðum, legkökum, fæðingarvegi, o.s.frv. Það er skemmtilegi hlutinn! Svo er endalaus samkeppni milli illa upplagðra læknanna sem skipta mun meira máli en líf sjúklinga. Hjúkrunarfólk og starfsfólk sjúkrahússins eru sem betur fer í lagi. Ágætis mótvægi við aðra læknaþætti!
Meginflokkur: Sjónvarp | Aukaflokkar: Vísindi og fræði, Kvikmyndir, Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:56 | Facebook
Athugasemdir
whaaat!!! jæ ikke forsto:S þetta er of mikil gömul íslenska fyrir minn smekk:/
Elín;) (IP-tala skráð) 4.8.2006 kl. 00:04
Veit ekki! Leyfði Rúnari bara að horfa á útþynntann CSI þátt því mér var ekki mál að horfa á hitt!
Laulau (IP-tala skráð) 4.8.2006 kl. 18:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.