Ef eitthvað er til sölu, þá kaupa Íslendingar það! Þetta er vitað mál og þess vegna er fyrirtækjum óhætt að senda hingað umframlagera af öllum andskotanum, allt selst. Saumavélar verða náttúrulega allir að eiga, sérstaklega ef grunur leikur á að þær gætu verið þúsundkallinum ódýrari en alla jafna. Alveg sama þótt maður eigi saumavél, það væri glapræði að kaupa hana ekki og tapa af þessum gróða! Þetta er hugsunarhátturinn hér á landi, og ég skil ekki því í ósköpunum H&M hefur ekki fattað að senda hingað ruslið sitt. Það myndi rjúka út eins og heitar lummur.
Saumavélar streyma út í Kringlunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Ferðalög, Spil og leikir, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég las í þessari auglýsingu um hitara sem þeir eru líka að selja
Þvílík lýsing á venjulegum rafmagnsofni með viftu
Grímur Kjartansson, 21.6.2007 kl. 14:53
Vissirðu ekki að H&M á ekki séns á Íslandi? Þeir hafa oft gert áætlanir og tilraunir til að opna verslanir hér en alltaf verið keyptir út af Hagkaup, Debenhams og co. Þessir aðilar myndu náttúrulega vera jarðaðir í fataverslunarbransanum ef hingað kæmi alvöru H&M verslun.
Elma (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 15:11
Jahéddna hér!! og fleiri verða þau orð bara alls ekki.
Laulau (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.