Stjörnustælar flokkanna og fjölmiðlamenn

Þegar fyrstu tilkynningar um nýja ríkisstjórn komu í sjónvarpi í gærkvöldi var fróðlegt að sjá mismunandi viðmót flokkanna við fjölmiðlamenn. Í Valhöll stóð þrautreynd fjölmiðlakona RÚV vaktina og reyndi að fá ráðherra Sjálfstæðisflokksins til að staldra við og segja nokkur orð um ríkisstjórnarmyndunina. Þeir svöruðu henni hranalega og reyndu að koma sér undan og út, eins og þeir væru stjörnur, sem hefðu ekkert við fjölmiðla að segja. Þeir ættu að hafa gert sér grein fyrir að fölmiðlar eru þeirra tenging við almenning um landið og því er mér ómögulegt að skilja hvers vegna ekki var vilji til að tala örstutt við sjónvarpskonuna kurteisu. Hún var þarna til að bjóða þeim upp á að segja þjóðinni fyrstu fréttir af nýrri ríkisstjórn landsins, sem þjóðin sjálf átti þátt í að kjósa. Valdið kemur frá þjóðinni og fjölmiðlar eru tengingin, ekki gleyma því, Sjálfstæðismenn! Á Hótel Sögu var meira óðagot í gangi og fréttakona RÚV þurfti bókstaflega að berjast við fréttamann Stöðvar 2 um athygli, en ráðherrar Samfylkingar stóðu undir látunum og gáfu sér tíma til að svara spurningum fjölmiðla. Þarna var mjög áberandi munur á viðhorfi til fjölmiðla sem kom illa út fyrir Sjálfstæðismenn. Það var ekki eins og enn væri verið að ræða einhver leyndarmál. Þeir hljóta að hafa verið orðnir svona þreyttir, greyin...
mbl.is Ný ríkisstjórn kynnt fyrir forseta Íslands innan skamms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband