18.5.2007
Skemmtilegir Moggabloggarar í Kastljósi
Óli Björn og Björn Ingi voru hjá Sigmari í Kastljósinu í kvöld að velta fyrir sér mögulegri úthlutum ráðherraembætta í nýrri stjórn. Þeir voru einkar léttir og skemmtilegir og hafa líklega skemmt sér vel í förðun, því þeir voru brosandi og hýrir í lund. Þeir hafa örugglega skroppið saman á pöbbinn í framhaldinu og skemmt sér konunglega. Brosandi sjónvarp, góð tilbreyting frá leiðindum og skítkasti. Það eina sem þeir hefðu mátt pæla í til viðbótar var, hvort ný stjórn muni ekki reyna að fækka ráðuneytum?
Meginflokkur: Sjónvarp | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Lífstíll, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:21 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.