Góð eru kvennaráð

barbie and kenEkki kemur á óvart að sterkar konur í þingflokkum Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar, þær Þórunn Sveinbjarnardóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hafi undirbyggt viðræður flokka sinna til að liðka fyrir samstarfi. Konur læra jú, frá blautu barnsbeini, að stýra samskiptum fólks í gegnum leiki sem snúast um samskipti fólks og skipulag lífsins, á meðan drengir eru hvattir til að hunsa samskipti og sinna ofbeldi og látum. Þetta kemur fram betur og betur eftir því sem konur hasla sér völl í ábyrgðarstöðum. Pælið í því hve mörg heimsmál myndu leysast fljótt ef fleiri konur væru við stjórnvölinn! Hugsið ykkur hve koma hefði mátt í veg fyrir mörg stríð ef sú hefði verið raunin í mannkynssögunni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Alveg rétt!

Vonandi verða þær Þorgerður og Þórunn báðar ráðherrar í komandi stjórn. Glæsilegir fulltrúar míns kjördæmis. :)

Svala Jónsdóttir, 18.5.2007 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband