16.5.2007
Alltaf gaman á Akureyri
Var að koma frá Akureyri, þar sem ég var á fundi um menntun í ferðaþjónustu, með hóp af kláru og skemmtilegu fólki. Hvað er þetta með Akureyri? Það er alltaf gott veður þar! Eftir langa fundarsetu í gær dreif ég mig í laugina, sem er sveimér þá sú best hannaða á landinu. Ef Vesturbærinn sykki í hafið, þá gæti ég alveg ímyndað mér að búa á Akureyri. Ég fer þangað næst síðustu vikuna í júní, þegar AMÍ sundmótið fer fram. (Aldursflokkameistaramót Íslands) Mig vantar enn stað til að gista á, ef þið vitið um íbúð sem hægt er að leigja í tæpa viku, látið mig vita!
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Lífstíll, Matur og drykkur, Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.