Hættulegur leikur

Í hvert sinn sem við keyrum upp í hesthús til að fara í reiðtúr um Mosfellsdalinn, fáum við hland fyrir hjartað ef við sjáum fólk á torfæruhjólum. Við erum reyndar með trausta og góða hesta, en sprengihljóðin í torfæruhjólunum kljúfa oft kyrrðina og geta fælt pollrólega hesta þannig að gífurleg slysahætta skapast. Það verður einfaldlega að finna hjólagaurum aðra staði en reiðvegi, því slys á hestbaki verða oftast þegar hestar fælast af svipuðum ástæðum og þessum.


mbl.is Knöpum þungt í skapi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég er nú fæddur og uppalinn í mosó og búin að eiga hjól frá því ég var 12 ára og það er með ólíkindum hvað er búið að troða mikið af reiðstígum þarna útaf frekju og yfirgang hestamanna.

fannar (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 13:03

2 identicon

En hestamenn? Hvernig væri að finna þeim nýja staði? Áður en að þeim tókst að kúga Vegagerðina til lagningu reiðstíga ullu þeir gífurlegu tjóni á vegum landsins með því að vera að ríða út í vegkanntinum. Núna í dag greiða bifreiðaeigendur landsins þessa slóða sem eru rándýrir. Hvernig væri að þeir fengju afnot af þeim líka?

kristinn (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 13:16

3 identicon

Já, miklir menn erum við vélhjólamenn og mikið eru allir hestamenn vondir og ósanngjarnir við okkur "eymingjana".  Hins vegar er ég enn óvinnufær og slasaður með tugir þúsunda í lækniskostnað uppí erminni eftir að hafa mætt vélhjólamanni sem geystist á móti mér -á göngustíg- neðan golfvallarins við Leiruvog í Mos fyrir ca. 2 vikum síðan.  Hann birtist yfir hæðina um 19 leytið og þrátt fyrir að ég veifaði honum í von um að hann hægði á sér og fældi ekki undan mér hrossið (sem er nýlega komið úr sveitakyrrðinni), kom allt fyrir ekki -ekkert slakað, hentist í áttina að mér, hesturinn í 100 hringi, taumurinn slitnaði í átökunum og ég sá mitt óvænna að "fleygja" mér í jörðina og taka ekkí áhættu að því að hrossið ryki með mig á ofsahraða í ofsahræðslu (flóttadýr...manstu).  Þrátt fyrir að ég væri kominn í götuna, óstaðinn upp (þess vegan hálsbrotinn eða stórslasaður) brá vélhjólakappinn á það ráð að flýja af hólmi uppí gegnum göngustíginn uppað golfskálanum og láta sig hverfa.  En, það var ekki lengi því hann stefndi greinilega uppí Mos.dal.  Þegar ég var að hýsa klárinn heyrðum við og ég sá hvar sá hinn sami vélhjólakappi geystist nú spólandi á svona 70 km hraða í gegnum hesthúsahvefið sjálft og móti skiltum um bann við vélhjólaakstri og hvarf upp Leirvogstunguna uppí Dal.......Varst þett nokkuð þú ??? kappi sem geysist nú um ritvöllinn og heldur að einhver (hestamaður) hafi samúð með þér/ykkur...No way.  Svo er rétt að geta þess, að eins og annað siðað fólk sýna sumir okkur tilhlýðilega vinsemd þegar þeir eru að laumast í nánd við reiðvegina...sumir

Óli Antonsson (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband