30.4.2007
Grannar og graðar
Þessi hópur vísindamanna sem vinnur að því að þróa pillu til að örva kynhvöt kvenna um leið og hún dregur úr matarlyst þeirra, samanstendur væntanlega af karlmönnum, sem skemmta sér vonandi konunglega. Er það ekki draumur allra karlmanna að hafa konur grannar og graðar? Kannski spurning hvort vísindamenn ættu ekki að nota tímann í að þróa aðferðir til að koma í veg fyrir eða lækna hættulega sjúkdóma, t.d. brjóstakrabbamein. Allt spurning um forgangsröðun...
Vonir bundnar við pillu sem örvar kynhvötina og dregur úr matarlyst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Lífstíll, Matur og drykkur, Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:46 | Facebook
Athugasemdir
En...????....offita getur verið lífshættuleg og er m.a. skilgreind af SÞ sem eitt af stærstu heilsufarsvandamálum heimsins í dag. Þetta með kynhvötina er kannski annað mál, en skortur á henni getur þó leitt til félagslegrar einangrunar og ýmissa kvilla í kjölfarið, s.s. kvíða og/eða þunglyndis. Gildir þá einu hvort orsakir kyndeyfðarinnar eru andlegar eða líkamlegar og yfir höfuð eitthvað sem fólk getur stjórnað, sumir þurfa t.d. vegna annara sjúkdóma að taka lyf sem hafa þær aukaverkanir að minnka kynhvötina. Að ofansögðu þykir mér tal þitt um "forgangsröðun" vera fyrst og fremst sprottið af þínu eigin gildismati, mundu að aðgát skal höfð í nærveru sála(r)!
Guðmundur Ásgeirsson, 30.4.2007 kl. 19:39
Ætli þessir kláru vísindamenn geti bætt svona sólbrúnkueffekt í þessa pillu? Og kannski smá brjóstastækkun. Þá yrðum við nú allar æðislegar, erþaðekki?
Ibba Sig., 30.4.2007 kl. 20:37
Já, og kannski svona skapsveiflustillandi......
Laulau (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 22:57
góður pistill hjá þér
Adda bloggar, 30.4.2007 kl. 23:04
á meðan deyja milljónir úr læknanlegum sjúkdómum víðsvegar um heim...já við þurfum greddu-pillu vegna sambandsvandræða okkar.
SM, 1.5.2007 kl. 09:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.