
Hún lét ekki mikið yfir sér í Mogganum í dag, fréttin um að mengun í Kína sé þegar orðin meiri en í Bandaríkjunum á þessu ári. Athugið að hér er ekki verið að tala um eitthvað svifryk á góðum degi, heldur raunverulega mengun sem hefur áhrif á allan heiminn. Hagkerfi Kína hefur vaxið með ógnarhraða undanfarið, kannski hraðar en gert var ráð fyrir, en spáð hafði verið að Kína færi fram úr BNA í mengun árið 2025. Vöxtur efnahags Kína mun bara aukast, fyrir utan að þjóðfélaginu verður sparkað með látum inn í nútímann. Þetta mun hafa áhrif á fleiri sviðum en mengun, eins og við eigum eftir að verða vitni að á næstu árum. Vonum bara að þróunin verði í átt að "fegurð" en ekki "ringulreið", en kínversku táknin tvö standa fyrir það.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.