21.4.2007
Var að lesa...
Ég las loksins Flugdrekahlauparann um daginn. Ég byrjaði á bókinni um borð í flugvél og var mjög pirruð að þurfa að lenda og leggja bókina frá mér! Hún vekur gífurlega sterk viðbrögð hjá manni, það liggur við að maður tárfelli í hverjum kafla. Ekki af því bókin sé sorgleg eða ofurgleðileg, heldur er frásögnin svo sterk að hún rústar algerlega tilfinningalegum vörnum. Menningarheimurinn og aðstæðurnar sem maður kemst í kynni við í gegnum frásögn Khaled Hosseini eru ótrúlegar og ættu að vera skyldulesning fyrir okkur Westrænu menningarvitana. Mæli hiklaust með henni, þótt ég sé kannski svolítið sein að lesa hana!
Meginflokkur: Bækur | Aukaflokkar: Bloggar, Ferðalög, Menning og listir, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Hvenær er maður seinn að lesa bókmenntir?
Laulau (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 19:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.