9.4.2007
Furðufugl í Mosfellsdalnum
Við mæðgur fórum í reiðtúr í dag, sem ekki er í frásögur færandi, en það er svo gaman að fylgjast með Mosfellsdalnum fyllast af fuglum þegar fer að vora og þar er t.d. oft hægt að sjá mikinn fjölda lóa við undirbúning hreiðurgerðar. Í dag sáum við undarlegan fugl, sem minnti helst á afríska fugla sem við höfum séð í dýragörðum. Hann var búkstór, á stærð við önd, en með mjóan háls og langan og mjóan gogg, og langt og þunnt stél. Það væri gaman að vita hvaða fugl þetta var og hvaðan hann kom. Þasð hafa löngum fundist furðufuglar í Mosfellsdalnum, eins og má t.d. lesa um í Innansveitarkróníku Laxness!
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál, Ferðalög, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
já það eru mörg undur sem leynast í Mosfellsbænum, maður efast nú ekki um það lengur, hehe. En já, ótrúlega spennandi með þennan fugl, láttu endilega vita ef þú finnur út hvaða tegund þetta var
halkatla, 9.4.2007 kl. 22:02
Og er ekki einhversstaðar falin silfursjóður þar ?
Halldór Sigurðsson, 13.4.2007 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.