Gaman að fljúga

Flug er öruggur, þægilegur og fljótlegur ferðamáti, vilji maður skoppa milli heimshluta. Það er líka frekar skemmtilegt að fljúga og allt í kringum flug hefur alltaf verið ákaflega skemmtileg upplifun í hvert sinn. Þess vegna finnst mér svo óendanlega óréttlátt, að þegar flug var um það bil að verða gallalaust og þægilegra en nokkru sinni fyrr (rétt fyrir aldamótin), þá plöntuðu hryðjuverkamenn fræi tortryggni í flóru flugsamgangna, og síðan þá er eins og reynt sé að gera skipulagið í kringum flugið eins óþægilegt og hægt er. Ég þreytist seint að tala um þetta, því þetta fer svo í mig. Fyrst voru það oddhvöss tól, og núna er það vökvi af öllu tagi sem gerður er upptækur við innritun í flug. Í síðustu ferð minni voru flugvallarstarfsmenn svo uppteknir af sturtusápunni minni að þeir hirtu ekkert um naglaþjölina, sem er í lengra lagi og úr málmi. Svo er búið að taka stálhnífapörin upp aftur. Hverju verður tekið upp á næst? Það fer væntanlega eftir útspili þeirra sem hófu þennan leiðindaleik!
mbl.is Farþegaflug aldrei verið öruggara en nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband