7.4.2007
Gagnslausar spurningar?
Þetta minnir mig á spurningarnar sem maður þarf að svara til að komast inn í Bandaríkin! Spurningarnar sem slíkar virka ákaflega hjákátlegar, því það væri undarlegt að einhver væri að sækjast eftir þjónustu þar sem ákveðin skilyrði eru sett, en myndi síðan skemma það fyrir sér með því að ljóstra upp um sig. Í því ljósi hef ég alltaf hlegið með sjálfri mér að svona spurningum. Hins vegar má lita á þetta frá hinni hliðinni, því með stórauknum alþjóðaviðskiptum og aukinni vitund manna um Ísland og möguleika þess, þá er aldrei að vita nema óprúttnir aðilar myndu nýta landið og fjármálakerfið til peningaþvættis. Við getum ekki stungið hausnum í sandinn með slíkt. Það þyrfti kannski að finna aðra aðferð en þessar beinu, undarlegu spurningar, sem ég get ekki ímyndað mér að skili árangri.
Ertu hryðjuverkamaður? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Ferðalög, Menning og listir, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Ah, já! gætu ekki verið heimskulegri spurningar og svara ekki nokkrum tilgangi! Í þessari grein talar maðurinn líka um að hann hafi verið spurður hverrar þjóðar hann og FORELDRAR hans væru!!!! er skoðanakönnun í gangi samhliða viðskiptaskráningu í banka!!!??? skiliddiggi. Aftur á mót er ég alveg sammála þér kæra vinkona í því að við megum ekki horfa í aðra átt þegar veröldin verður verri með hverjum deginum. En sýnum að við séum viti bornir menn (homo sapiens)....
Laulau (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 12:45
Það eru álíka miklar líkur á því að einhver myndi segja "Já, ég er hryðjuverkamaður" og að einhver myndi játa það að hann væri nasisti á forminu sem þarf að fylla út þegar maður kemur til Bandaríkjanna.
Sem sagt: engar líkur! Þetta er nú meira bullið. Og ég sem er að hugsa um að skipta um banka. Ef nýi bankinn spyr mig svona bjánaspurninga held ég að ég hætti við!
Svala Jónsdóttir, 7.4.2007 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.