Flugferðir í friði og ró

Til hvers ætti að leyfa notkun farsíma í flugi? Getið þið ímyndað ykkur 200-400 manns í þessu litla rými, símar hringjandi og fólk talandi um viðskipti eða persónuleg málefni. Þetta er algjör óþarfi, fyrir utan það að flugferðir eru kærkomið tækifæri til að slappa af frá símaamstri og erindum. Ég lít á flugerðir þannig, að maður er þarna í ákveðinn tíma og getur ekki annað, og því ekki að nota tímann til að lesa góða bók, tímarit eða fara yfir verkefni ferðarinnar í friði og ró, ef um vinnuferð er að ræða. Nú svo má bara borða og fá sér síðan hænublund! Getur fólk ekki sleppt símunum í nokkra klukkutíma? Og hvað ef erindið er áríðandi? Maður skreppur tæpast nokkuð frá?! Þá er alveg eins gott að vita ekkert af því fyrr en maður lendir.
mbl.is Farsímar verða ekki leyfðir í bandarískum flugvélum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt !

Laulau (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 21:37

2 Smámynd: Hugarfluga

Fólk getur ekki einu sinni sleppt símanum á meðan það er að kaupa lyf í apóteki! Var í biðröð í apótek ... önnur í röðinni með ca. 10 manns á eftir mér og gaurinn fyrir framan mig var að gjamma í símann á meðan afgreiðslustúlkan reyndi að koma að orði. Ótrúlegur fjandi.

Hugarfluga, 4.4.2007 kl. 22:47

3 identicon

Svo maður tali nú ekki um þá sem tala hvað hæst um málefni eins og: "SHIT! það var geggjað á fylleríinu um síðustu helgi mar, klikkuð gella....." bla bla og "Þúst hlutabréfamarkaðurinn, ÉG HEF ALDREI grætt jafn mikið EVER".

 Það er nógu erfitt að sitja eina strætóferð, hvernig yrði þá að sitja í nokkra tíma í flugvél ?

ÁFÁ (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband