30.3.2007
Um höfuðslæður múslima og sexý nærföt
Fjöldi innflytjenda af arabískum uppruna hefur aukist í Brussel undanfarið, en ég tók sérstaklega eftir því núna þar sem það er frekar langt síðan ég var hér síðast. Á leið frá lestarstöðinni á hótelið gekk ég eftir götu sem heitir Rue Brabant, en þar eru margar verslanir í eigu múslímskra innflytjenda. Verslanirnar selja vefnaðarvöru og heimilisvöru og er þeim mörgum stýrt af konum, sem eru þá oftast klæddar á vestrænan máta, en með slæðu um höfuðið. Viðskiptavinirnir í verslunum á Rue Brabant eru líka aðallega konur, glæsilegar og fallega málaðar en með slæðu yfir hárinu. Í búðargluggum var víða stillt út höfuðgínum með fallegar, vandaðar slæður í öllum litum og mynstrum, en í sumum gluggum var stillt út svaka sexý nærfatnaði við hliðina á slæðunum.
Í einum glugganum voru t.d. rauðar efnislitlar brækur með glitrandi palíettum og rauður brjóstahaldari ásamt slæðum tilað hylja hárið. Þetta virkar tvíbent, mér fannst þetta mjög sérstakt og langaði mest að taka mynd af besta búðarglugganum, til menningarlegra rannsókna. Eru múslimakonur í sexý fötum undir kuflum og slæðum? Eru þetta vestræn áhrif? Er þetta kannski hluti af menningunni? Hvers vegna er haldið í þann sið að hylja hárið ef manneskjan er síðan klædd á vestrænan máta, í gallapilsi og kafmáluð? Er þetta það sem koma skal, eftir því sem menningarheimarnir blandast?
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Lífstíll, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 07:50 | Facebook
Athugasemdir
Þett náttúrulega gerir bara forvitni okkar sem ekki skiljum þeirra menningu enn meyra spennandi, jaaaa alvega hvað varðar okkur karlpeninginn,,, nú fara allir að spá í það í hverju þessi og hin Arabíska konan sé í, nú það er svo sem ekkert nýtt og ekkert óeðlilegt að spáð sé í það á stundum. Eigðu fagran og góðan dag þarna úti.
Sigfús Sigurþórsson., 30.3.2007 kl. 07:53
Sæl Aðalheiður. Já, ég sá þetta einmitt í Egyptalandi fyrir 8 árum. Var á gangi og kom að svona sexshop að ég hélt....en nei nei var bara eðlileg nærfatabúð...þær mála sig svo líka mjög mikið. Þetta gefur náttúrulega ímyndunaraflinu lausan tauminn hvort svo sem þær ganga í þessum undirfatnaði eða ekki.
Ragnheiður Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 09:52
Það virðist vera að múslimar taki siði úr vestrænum menningum inn í sína menningu þegar þeim hentar.Ég sé samt ekki að á við á vesturlöndum tökum mikið upp siði úr þeirra menningum.Ég á ekki von á að nokkurt þjóðfélag á vesturlöndum taki upp siði eins og þá að konur verði skildaðar að ganga í kuflum,búrkum eða með slæður.
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 02:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.