20.3.2007
Sameinum úthverfin Reykjavík
Heyrst hefur að borgaryfirvöld telji nauðsynlegt að fjölga íbúum Reykjavíkur en ég veit ekki alveg hvort ég sé sammála því að í því liggi helsti byggðavandi þjóðarinnar, en gott og vel. Hvernig væri þá að viðurkenna vöxt höfuðborgarsvæðisins með því að innleiða fyrrum bæi og nú úthverfi, eins og Kópavog, Garðabæ, Seltjarnarnes og Álftanes, og viðurkenna þau sem hluta af Reykjavík? Hugsið ykkur hve mikið mætti spara og hagræða með einni borgarstjórn, einu stjórnkerfi í stað margra! Þetta hefur verið gert víða um land þar sem bæir eru meira að segja í töluverðri fjarlægð hver frá öðrum, með góðum árangri. Þá fengjum við kannski heildstæða borg í stað safns svefnbæja sem hafa hvorki miðbæ, líf né karakter, í kringum borgina okkar. Ég auglýsi eftir umræðu um þetta mál.
Nauðsynlegt að fjölga borgarbúum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Ferðalög, Lífstíll, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:07 | Facebook
Athugasemdir
Spurning hvernig gengi að sameina alla smákóngana ?
Ég er ansi hrædd um að sú sameining gæti orðið brösótt en mikið óskaplega er ég sammála þér kæra vinkona. Að ekki væru allir að berjast í sínu horni heldur værum við sameinuð í einni góðri miðju með engum hornum.
Laulau (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 22:03
Já já já já, ég er svo sammála þér, auðvitað á að sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Hvaða skynsemi er í því að hafa Kópavog öðrum megin í Fossvogsdalnum og Fossvoginn í Reykjavík hinum megin? Af hverju Seltjarnarnes út úr Reykjavík (upphaflega öfugt, ég veit) sem nýtir sér þar að auki að miklu leyti þjónustuna í boði Reykvíkinga? Ég gæti alveg sætt mig við að Hafnarfjörður og Bessastaðahreppur væru sérstakt sveitarfélag, alltént fyrsta kastið. Sjö æðstuprestar á þessu eðlislitla svæði er hreint bjánalegt.
Berglind Steinsdóttir, 20.3.2007 kl. 22:09
Svona varð nú London til ... litlir bæir uxu saman og úr varð ein stór heild. Bíð bara róleg eftir að Akranes verði hluti af höfuðborginni ... eða höfuðborgin af Akranesi (ef maður má grobba aðeins), það er nú bara byrjað, kominn strætó á milli og sama kerfið og allt!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.3.2007 kl. 00:33
Langhagkvæmast væri náttúrulega ef við byggjum öll á sama hluta landsins. Allt of fá til að dreifa okkur svona um.
Brynjar Guðnason (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 00:38
Æi ég veit ekki, er að spekulera hvar þau ætli að ná í allt þetta fólk. Flytja það inn í gamum svo Villi fái útsvarið? Nei, smágrín. Mér finnst Reykjavík vera orðin of stór og kráded núþegar, finns fyrst að kerfið ætti að ráða við það sem fyrir er áður en farið er út í stækkun. ég fyrir mína parta er allavega að vinna að því öllum árum að koma mér í burtu.
Birna M, 21.3.2007 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.