25.5.2006
Elsku Makkinn minn!
Ég er einn af þessum Makka "nördum" (í jákvæðasta skilningi þess orðs), en varð fyrir því óláni fyrir skemmstu að skjárinn "brotnaði" á Kraftbókinni minni. Eins og heimsbyggð veit, og sífellt fleiri gera sér grein fyrir, þá bila Makkar yfirleitt ekki, en það varð semsagt slys. Ég kveið dálítið fyrir því að setja tölvuna á verkstæði, en þegar allt kom til alls var ég barasta ánægð með þjónustuna hjá Apple á Íslandi. Það var greinilega brjálað að gera, en þeir tóku fullt tillit til slyssins, tryggingavafsturs og þess að ég er að sjálfsögðu á leið til útlanda og vantar vélina fljótt. Um leið og nýr skjár hafði borist að utan, leið varla dagurinn áður en það var hringt í mig! Takk Apple, fyrir að vera til og enn í baráttunni!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Lífstíll | Breytt s.d. kl. 00:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.