Sælkeraframleiðsla úr sveitinni

Ég er svo ánægð með að loksins geta frumframleiðendur (lesist bændur) þróað, kynnt og markaðssett sínar eigin vörur á Íslandi. Þannig hafa allar gúrmet vörur heimsins þróast, og hver vegna ekki hér? Bestu vínin, ostar, pylsur, krydd og allar aðrar landbúnaðarvörur hafa þróast svoleiðis (svona svipað og við vorum pínd til að þróa súrsuð matvæli og lýsi!) Eigendur Friðriks V, eins besta veitingastaðar á Íslandi, fara þarna fremst í flokki í samstarfi við bændur og voru flott í fréttunum í kvöld að bjóða landbúnaðarráðherra Blóðbergsdrykk með bláberjabragði. Það kom líka fram að hér álandi sé eini blóðbergsakurinn sem vitað er um í okkar heimshluta? Hvar er hann og hvernig lítur hann út? Forvitni mín er vakin, ég sé mig í anda eitthvert sumarið, fara bæ af bæ og smakka heimagerðar lystisemdir! Þetta er skemmtileg þróun og hlaut að koma að því að þessi höft væru afnumin eins og fleiri. Nú er komið að okkar að þróa þessa framleiðslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Blóðbergsakurinn?? Blóðbergsdrykkur?? ég er aðveg mát, fatta ekki neitt, hvað er nú það ef ég má spyrja.

Kv. SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 1.3.2007 kl. 23:50

2 identicon

Er ekki landið einn endalaus blóðbergsakur?

Laulau (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband