Eingöngu karlmenn notaðir sem tilraunadýr?

Ég set spurningamerki við niðurstöður þessarar rannsóknar þar sem ég tel að konur hafi varla verið með í tilrauninni, en það hlýtur að vera nauðsynlegt til að fá rétta mynd af mannskepnuninni. Ef karlar voru þarna í meirihluta var rannsóknafé kastað á glæ þar sem það var fyrirfram viað að þeir geta fæstir gert meira en eitt í einu. Flestir karlmenn sem ég þekki kannast samt við fyrirbærið og kunna að hlæja að þessum líffræðilegu takmörkunum sínum!
mbl.is Flöskuháls kemur í veg fyrir að heilinn vinni tvö verk í einu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur D. Haraldsson

Ég myndi ekki einu sinni treysta því að rannsóknin hafi snúist um það sem sagt er frá í fréttinni. 

Guðmundur D. Haraldsson, 31.1.2007 kl. 16:58

2 identicon

það getur enginn gert tvo hluti í einu.  Þ.e.a.s. í þeim skilningi að heilinn geri 2 hluti í einu.  Konur virðast bara hafa þann eiginleika til þess að skipta hraðar á milli.

Elvar Snorrason (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 17:12

3 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Jújú ég get skarað í eldinn og leyst kynjabundið launamisrétti í leiðinni - hvorttveggja afar krefjandi verkefni fyrir heilann :)

gerður rósa gunnarsdóttir, 31.1.2007 kl. 19:35

4 Smámynd: Guðmundur D. Haraldsson

Reyndar voru einungis karlmenn sem voru prófaðir. Upprunalegu greinina má nálgast hér.

Svona í tilefni af umræðu um kynjamun má gjarnan benda á, að fjölmiðlar  hafa í gegnum árin blásið rosalega upp rannsóknir sem sýna niðurstöður sem benda til muns á kynjunum. En séu mjög margar rannsóknir skoðaðar kemur í ljós að munurinn er ekki svo mikill - kannski er bara um eðlilegan mismun milli tilraunahópa að ræða sem kemur fram í könnunum (einstök rannsókn segir nefninlega oft lítið). Hins vegar er munurinn innbyrðis milli einstaklinga mun meiri en munurinn milli kynjanna. (Bendi á nánari umfjöllun Carol Tavris í bókinni Psychobabble and biobunk).

Því miður eru fjölmiðlar almennt afskaplega lítið inni í því hvernig vísindaheimurinn virkar. Það er afskaplega leitt, því að vísindaheimurinn er ekki það flókinn...

Guðmundur D. Haraldsson, 1.2.2007 kl. 00:11

5 Smámynd: Guðmundur D. Haraldsson

Andri hittir reyndar hér naglann á höfuðið: Fjölmiðlamenn virðast hika ekki við að afrita fréttir hvor frá öðrum. Dæmi eru um að "vísindagreinar" séu afritaðar þrisvar og í öll skiptin þýdd af einu tungumáli á annað. Hvernig ætli merkingin bjagist við það, nema þýðingarnar séu þeim mun betri...

Guðmundur D. Haraldsson, 1.2.2007 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband