31.1.2007
Börn í fréttum í Ameríku
Ég horfði á morgunfréttir Fox sjónvarpsstöðvarinnar í Boston í gærmorgun og þar voru tvær fréttir um börn sem vöktu athygli Íslendings. Önnur fréttin var um notkun tálbeitu til að ná til barnaníðings sem hafði auglýst eftir unglingsstúlkum til að aðstoða sig við þrif. Lögreglan setti sig í samband við hann á netinu og þóttist vera stelpa og þá komu fljótt í ljós aðrar og annarlegri óskir af hálfu mannsins. Farið var með þetta alla leið, tálbeita send á staðinn, maðurinn handtekinn og dæmdur í fangelsi og sýnt frá öllu saman í sjónvarpi þar sem sýndar voru myndir af honum. Þarna finnst mér tilgangurinn réttlæta notkun tálbeitu til að taka svona menn úr umferð. Hin fréttin var um börn sem höfðu verið úti að leika en var orðið kalt og ætluðu heim. Foreldrarnir höfðu skroppið frá örstutt, og því biðu börnin á tröppunum þangað til þeir komu. Þetta fólk er búið að dæma fyrir vanrækslu af því börnin voru ein úti og varð kalt. Við þessu segi ég bara "only in America..."
Meginflokkur: Sjónvarp | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Ferðalög, Tölvur og tækni, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.