Boston á morgun

Á morgun liggur leið mín í stutta ferð til lærdómsborgarinnar Boston þar sem ég mun heimsækja einn af bestu háskólum heims. Mér dettur ekki í hug að ferðast án þess að njóta þess líka, og því mun ég, allan sunnudaginn og milli funda, spranga um Cambridge, rölta um Harvard Square og Newbury Street, og svo er víst skylda að snæða á Legal Seafoods í borginni. Verst að það er svo ferlegakalt þarna núna, það er svona veður eins og var hér um daginn, frost og snjór. Það er bara 66N peysan, úlpa og bomsur í búðirnar. En bókabúðirnar maður, jedúddamía, ég á eftir að gleyma mér! Sleppi bara Leyndardómum Viktoríu í staðinn. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki gleyma MIT sem er nú talinn besti verkfræðiskóli í heiminum

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 06:16

2 identicon

Jiiiii. gaman að vita! ætli þú sért komin heim?  (góða ferð, eða þannig...)

Laulau (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband