Færsluflokkur: Lífstíll
18.5.2007
Góð eru kvennaráð
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.5.2007
Alltaf gaman á Akureyri
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2007
Óður til sauðkindarinnar
Í Bændablaðinu er snilldarljóðabálkur sem heitir "Óður til sauðkindarinnar", sem er sagður eftir Þorfinn nokkurn Jónsson. Í blaðinu kemur fram að lesendur hafi lagt hart að blaðinu að birta ljóðið á ný eftir langan tíma. Þótt í þetta sinn hafi Bændablaðið orðið á vegi mínum á Akureyrarflugvelli, þá má geta þess fyrir áhugasama höfuðborgarbúa, að blaðið liggur jafnan frammi ókeypis á kassanum á Melabúðinni - nema hvað. Þetta er semsagt í 9. tbl. Bændablaðsins frá 15. maí 2007. Rafræn útgáfa hér.
Þetta er gargandi snilld og mikið eigum við blessaðri kindinni að þakka!
Lífstíll | Breytt 30.7.2007 kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2007
Bubbi heppinn!
Tíu mánaða gamalt barn fær byssuleyfi í Illinois | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.5.2007
Frétt eða auglýsing?
Ný kynslóð lágvöruverðsverslana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.5.2007
Bloggvinum boðið í eins árs afmæli
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.5.2007
Testesterónið trekkir
Það kemur ekki á óvart að Eiríkur Hauksson veki athygli fyrir karlmannlegt atgervi og útgeislun! Í samanburði við aðra karlmenn sem taka þátt í keppninni, er hann náttúrulegur, eðlilegur karlmaður. Kannski hafa margir gleymst hvernig svoleiðis eintak lítur út, því aðrir karlkyns þátttakendur eru allt frá því að vera óver-metró yfir í að vera einfaldlega í kvenmannsfötum með brjóst. Ég var ekkert hrifin af laginu til að byrja með, en ég hef tröllatrú á útgeislun og sviðsframkomu Eika. Áfram Ísland!
Slegist um Eirík í Helsinki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.5.2007
Hættulegur leikur
Í hvert sinn sem við keyrum upp í hesthús til að fara í reiðtúr um Mosfellsdalinn, fáum við hland fyrir hjartað ef við sjáum fólk á torfæruhjólum. Við erum reyndar með trausta og góða hesta, en sprengihljóðin í torfæruhjólunum kljúfa oft kyrrðina og geta fælt pollrólega hesta þannig að gífurleg slysahætta skapast. Það verður einfaldlega að finna hjólagaurum aðra staði en reiðvegi, því slys á hestbaki verða oftast þegar hestar fælast af svipuðum ástæðum og þessum.
Knöpum þungt í skapi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.5.2007
Munið þið eftir kasettunum?
Ég man eftir að hafa safnað kasettum og tekið yfir þær aftur og aftur.
Ég man eftir að hafa keypt sérstaka kasettugrind í skápinn minn, til að geta raðað kasetttunum í.
Ég man eftir að hafa stillt kasettutækinu upp fyrir framan útvarpið, gjarna við Kanaútvarpið eða Lög unga fólksins, og heimtað grafarþögn þegar lög voru tekin upp.
Ég man eftir að hafa sent kasettur milli landa í stað bréfa, með blaðri og slúðri.
Ég man eftir að hafa smyglað kasettutækinu inn í Háskólabíó í rauðu íþróttatöskunni minni (sem var keypt í Sport á Laugavegi 13 og merkt búðinni) og tekið upp heilar bíómyndir, eins og t.d. Grease.
Ég man eftir þegar kasettur flæktust í tækinu og maður þurfti að losa bandið ofurvarlega til að slíta það ekki.
Ég man þegar tækninni fleygði fram, þá blandaði ég tónlist á kasettur og skírði þær nöfnum eins og "Rólegt", "Stuð" eða "Blandað", á svipaðan hátt og maður býr til spilunarlista á ipod í dag.
Ég man eftir hreinsispólunum sem maður keyrði í gegnum kasettutækið með vissu millibili.
Ég man þegar myndbandsspólurnar bættust við - hvenær ætli þeirra tími líði undir lok?!
Dagar hljóðsnældunnar taldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.5.2007
Fyrir óákveðna
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)