Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Á hvers vegum er Desiree?

Er ekki frekar undarlegt að amerískur vatnsaflsverkfræðingur tjái sig um Kárahnjúkastífluna og tali um upplýsingaleysi í fjölmiðlum án þess að hún eða fjölmiðlar hafi haft samband við Landsvirkjun? Hér kemur gamli blaðamaðurinn upp í mér, sem þrátt fyrir allt lærði að heyra þarf báðar hliðar mála. Hún hefur mikið til síns máls, sérstaklega er scary að hlusta á hana segja frá því að líklegast sé þetta allt saman verkfræðilegt klúður sem er, eins og sumar framkvæmdir á Íslandi, því marki brennt að anað var út í framkvæmdir án þess að ganga frá öllum smáatriðum varðandi undirbúning verkefnisins. En kom hún hingað sem hlutlaus vísindamaður, eða er hún á vegum einhvers?

Þjóðin sem svaf yfir sig

Frábær grein Stefáns Mána, "Bakkafullur lækur" í Lesbókinni laugardaginn, 12.ág. segir það sem ég vildi segja um Kárahnjúkamálið ákkúrat núna. Greinin lýsir því hvernig fólk er orðið ringlað af því að hlusta á rök með og á móti, en það sem við stöndum í raun frammi fyrir er að þetta er orðið að veruleika, og þjóðin situr og fylgist með hvernig "skaðinn er skeður en samt er hann ekki skeður". Dramatískt, spennandi, ógnvænlegt, sorglegt? En við sofnuðum ekki aðeins á verðinum, heldur sváfum öll yfir okkur.

Bodies

Ég vona að læknar séu almennt ekki í svona svakalegri andlegri krísu eins og gefið er til kynna í Bodies, læknaþættinum í Sjónvarpinu. Á milli fúlheita og persónulegra vandamála sem klárlega hafa áhrif á starf þeirra, eru sýndar afar nákvæmar myndir af fæðingum, keisaraskurðum, legkökum, fæðingarvegi, o.s.frv. Það er skemmtilegi hlutinn! Svo er endalaus samkeppni milli illa upplagðra læknanna sem skipta mun meira máli en líf sjúklinga. Hjúkrunarfólk og starfsfólk sjúkrahússins eru sem betur fer í lagi. Ágætis mótvægi við aðra læknaþætti!

KR-ingar, krefjist heimaleikja!

Í ljósi nýlegrar fréttar um að betra gengi íþróttaliða á heimavelli kunni að mega rekja til aukins testósterónflæðis leikmanna og frumhvatar þeirra til að verja yfirráðasvæði sitt, leiðir mig bara til einnar niðurstöðu: Ekki fleiri útileiki fyrir KR í sumar! (Allavega ekki eftir Grindavík.) Það verður líka enn skemmtilegra fyrir okkur stelpurnar að mæta á heimavöllinn og fíla þetta brjálaða hormónaflæði þarna niðri á grasinu, yes, yes, yes!!

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband