Færsluflokkur: Tölvur og tækni

RAUÐI ipodinn minn

product-redÉg var að fá ipod, eldrauðan að sjálfsögðu og er ægilega ánægð með hann. Er hann ekki flottur? Ég féll alveg gjörsamlega fyrir honum. Ekki skemmir fyrir að þetta er svona rauð sérútgáfa og ákveðin upphæð seldra tækja rennur til rannsókna til góða fyrir þriðja heiminn. Sem gerir mig ekki bara flotta, heldur líka góða manneskju. Annars á Villi vinur min, leikari og snillingur, afmæli í dag 1. febrúar. Til hamingju með afmælið!


Börn í fréttum í Ameríku

Ég horfði á morgunfréttir Fox sjónvarpsstöðvarinnar í Boston í gærmorgun og þar voru tvær fréttir um börn sem vöktu athygli Íslendings. Önnur fréttin var um notkun tálbeitu til að ná til barnaníðings sem hafði auglýst eftir unglingsstúlkum til að aðstoða sig við þrif. Lögreglan setti sig í samband við hann á netinu og þóttist vera stelpa og þá komu fljótt í ljós aðrar og annarlegri óskir af hálfu mannsins. Farið var með þetta alla leið, tálbeita send á staðinn, maðurinn handtekinn og dæmdur í fangelsi og sýnt frá öllu saman í sjónvarpi þar sem sýndar voru myndir af honum. Þarna finnst mér tilgangurinn réttlæta notkun tálbeitu til að taka svona menn úr umferð. Hin fréttin var um börn sem höfðu verið úti að leika en var orðið kalt og ætluðu heim. Foreldrarnir höfðu skroppið frá örstutt, og því biðu börnin á tröppunum þangað til þeir komu. Þetta fólk er búið að dæma fyrir vanrækslu af því börnin voru ein úti og varð kalt. Við þessu segi ég bara "only in America..."

Boston á morgun

Á morgun liggur leið mín í stutta ferð til lærdómsborgarinnar Boston þar sem ég mun heimsækja einn af bestu háskólum heims. Mér dettur ekki í hug að ferðast án þess að njóta þess líka, og því mun ég, allan sunnudaginn og milli funda, spranga um Cambridge, rölta um Harvard Square og Newbury Street, og svo er víst skylda að snæða á Legal Seafoods í borginni. Verst að það er svo ferlegakalt þarna núna, það er svona veður eins og var hér um daginn, frost og snjór. Það er bara 66N peysan, úlpa og bomsur í búðirnar. En bókabúðirnar maður, jedúddamía, ég á eftir að gleyma mér! Sleppi bara Leyndardómum Viktoríu í staðinn. 

Heimabankar hættulegir?

Hefur einhver áhyggjur af þessu? Hvers vegna gera lífið flókið og leiðinlegt, ljótt og hættulegt? Fáið ykkur alvöru tölvu! fáið ykkur Mac! Ekkert stress, bara skemmtilegt, einfalt og fallegt líf.

Geggjað ímyndunarafl í auglýsingum - skoðið!

Það er óhætt að segja að hér hafi hugmyndaflugið verið í lagi:


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Loksins eignaðist ég græjuna!

Loksins, loksins, ég fór og keypti mér borvél í dag, sumir segja karlmennskutáknið sem mig vantaði til að stjórna alveg örugglega öllu. Ég er búin að biðja fólk að gefa mér borvél í jólagjöf frá því ég keypti fyrstu íbúðina mína, en ég held að fólk hafi haldið að ég væri að djóka, að það gæti ekki verið að mig langaði virkilega í borvél. Það besta er, að hún er RAUÐ, bara flott græja! Svo var hún bara á fínu verði, í nýja raftækjamarkaðnum í Fellsmúla, þar sem ég fékk þjónustu, kennslu og allt. Get ekki beðið eftir að nota hana, brrmmm, brmmmm!!

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband