Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Viltu dansa gæskan...?

Ég skora hér með á Geir og Ingibjörgu að taka nokkur dansspor t.d. í Kastljósi, ef þeim tekst að landa viðræðunum. Við eigum það skilið!
mbl.is Geir og Ingibjörg ræðast við síðdegis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir býður Ingibjörgu upp í dans

Mér finnst aldrei hafa verið möguleiki í stöðunni að stjórnin héldi áfram óbreyttu samstarfi. Ef flokkur, sem galt algert afhroð í kosningum, gæti haldið áfram í ríkisstjórn eins og ekkert væri, myndi ég telja að lýðræðinu væri hætta búin. Nú hefur Geir valið hvaða stelpu á ballinu hann ætlar að bjóða upp í dans, og kannski enda þau á því að fara saman heim... í Alþingishúsið.
mbl.is Ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óður til sauðkindarinnar

Kindur Í Bændablaðinu er snilldarljóðabálkur sem heitir "Óður til sauðkindarinnar", sem er sagður eftir Þorfinn nokkurn Jónsson. Í blaðinu kemur fram að lesendur hafi lagt hart að blaðinu að birta ljóðið á ný eftir langan tíma. Þótt í þetta sinn hafi Bændablaðið orðið á vegi mínum á Akureyrarflugvelli, þá má geta þess fyrir áhugasama höfuðborgarbúa, að blaðið liggur jafnan frammi ókeypis á kassanum á Melabúðinni - nema hvað. Þetta er semsagt í 9. tbl. Bændablaðsins frá 15. maí 2007. Rafræn útgáfa hér.
Þetta er gargandi snilld og mikið eigum við blessaðri kindinni að þakka!


Bubbi heppinn!

Það er nú sveimér gott að Bubbi litli skyldi fá byssuleyfi við 10 mánaða aldurinn. Ekki seinna vænna að byrja að kenna ungum Bandaríkjamönnum að leika sér með skotvopn um það leyti! En Bubbi litli þarf að geyma byssuna sína heima hjá afa þangað til hann hefur náð 14 ára aldri, en þá telja foreldrarnir að hann geti farið að skjóta soldið svona á umhverfið. Hversu sick getur bandarískt þjóðfélag orðið?!
mbl.is Tíu mánaða gamalt barn fær byssuleyfi í Illinois
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggvinum boðið í eins árs afmæli

Ekkert hefur verið bloggað hér um Eurovision og kosningar. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að gera það núna og þess vegna ákvað ég að nota tækifærið og óska sjálfri mér til hamingju með að hafa haldið úti Fararstjóranum (moi) í eitt ár, en fyrsta blogg síðunnar var einmitt um Eurovision í fyrra. Síðan þá hef ég skrifað um hitt og þetta, tjáð mig um fréttir og dægurmál, pælt í bloggi annarra og síðast en ekki síst eignast bloggvini, hverra síður ég les reglulega. Af því tilefni er öllum bloggvinum boðið að fagna okkur sjálfum, og óska ég okkur öllum farsællar skrifræpu um ókomna framtíð, á besta blogginu í bænum, Moggablogginu! Og pælið í því, að þegar ég skrifaði fyrstu færsluna, höfðu rétt um 10.000 færslur verið skráðar, núna eru þær komnar á þriðja hundrað þúsund og í raun ótrúlegt hve margt frábært fólk hefur ákveðið að ganga í þetta skemmtilega samfélag á netinu.

Fyrir óákveðna

Þetta er snilld, til að komast að því hvar skoðanir manns liggja ef maður hefur ekki ákveðið sig. Vonandi er í lagi að setja þetta hér, Bifrestingar láta mig vita ef ekki má dreifa þessu: http://xhvad.bifrost.is/

Sígaunarnir eru komnir

Gypsy familyHver hefði trúað því að hingað kæmu á endanum sígaunar, svona alvöru sígaunar, sem láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Rúmenum er að fjölga hér á landi, eftir að Rúmenía bættist í hóp landa sem mynda Evrópska efnahagssvæðið, og þar með er þeim frjálst að fara milli landa, dvelja og vinna í öðrum EES löndum. Hingað eru komnar fjölskyldur, sem eru alveg eins og sígaunarnir sem voru svo áberandi á götum ferðamannastaða Spánar í kringum 1980, fólk sem á ekki samastað, finnst ekkert tiltökumál að vera ekki með fasta vinnu, og lifir fyrir einn dag í einu. Þau eru meira að segja alveg eins útlítandi, nema helsti munurinn er að hér verða þau að klæða sig heldur betur en á Costa del Sol! Kunningi minn gaf sig á tal við sígaunahjón á Lækjartorgi nú í vikunni, sem spurðu hvort hann vissi um herbergi til að halla sér eða einhverja vinnu til að stunda í stuttan tíma. Hver hefði trúað því að sígaunar sæktust eftir því að búa á Íslandi!? Spennandi verður að sjá hvernig þeim gengur að aðlagast lífinu hér, - kannski eigum við eftir að sjá sígauna dansa og spila á götum Reykjavíkur í sumar, alveg eins og maður man eftir frá Torremolinos. Það væri hægt að ímynda sér að þeir gætu lífgað við landbúnaðinn, en mikið held ég að þeim eigi eftir að blöskra verðið á hjólhýsum!

Fjárfestingar ríkissjóðs skila árangri?!

Var þetta nú tímans og peninganna virði? Hvað hefur þessi leikur kostað ríkissjóð? Mikið er ég fegin fyrir hönd okkar allra, ekki síst þó fyrir hönd sakborninganna, að þessu er lokið. Legg ekki dóm á dóminn hér...
mbl.is Jón Ásgeir og Tryggvi dæmdir í skilorðsbundið fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spænskar prinsessur nútímans

Casa RealÞá eru komnar tvær spænskar erfiprinsessur, en eldri dóttir þeirra Felipe og Letiziu mun erfa krúnuna eftir föður sinn. Til þess að svo mætti verða, þurfti að breyta aldagömlum lögum á Spáni, sem kváðu á um að aðeins synir gætu erft krúnuna. Slíkum lögum hefur undanfarna áratugi verið breytt í þeim löndum Evrópu þar sem er konungsstjórn, en Spánn var eitt síðasta landið til að breyta þessu. Felipe á tvær eldri systur, þær Elenu og Cristinu, en þær gátu skv. spænsku stjórnarskránni ekki erft konungdæmið og því þurftu konungshjónin að bíða eftir að drengurinn kæmi. Ég væri nú frekar fúl ef ég væri Elena, að vera elst, en horfa svo upp á litla bróður alinn upp sem verðandi konungur. En hún er vel upp alin spænsk kona af góðum ættum og gerir líklega ekki veður út af málinu úr þessu. Eiginmaður hennar er Jaime de Marichalar, sem lítur út eins og karakter úr málverki eftir El Greco. Yngri systirin, Elena, er gift Inaki Urdangarín handboltakappa úr Barcelona, og hún vinnur í banka þar í borg. Barnalánið hefur ekki verið vandamál hjá þessum spænsku kóngabörnum, því systurnar eiga samtals 6 börn og nú er Felipe komin með tvær prinsessur (í alvöru). Konungshjónin, Juan Carlos og Sofia eru því rík af barnarbörnum, enda eru þau víst alltaf að passa! Þetta var semsagt um spænsku konungsfjölskylduna fyrir áhugasama um kóngafólkið í Evrópu!


mbl.is Spánarprinsessa eignast sína aðra dóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Amma sem rokkar!

Það er töggur í þessari, algjörlega kona að mínu skapi. Hugsið ykkur hvað háskólanámið hefur gefið þessari öldruðu konu mikla lífsfyllingu, enda er margt annað hægt að gera en setjast við hannyrðir í ellinni. Ég verð nákvæmlega svona, eilífðarstúdentinn sjálfur, og stefni að því að útskrifast með einhverja gráðu um leið og barnabörnin!
mbl.is Útskrifast úr háskóla 95 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband