Færsluflokkur: Bloggar

Vekið mig!

Ég vil vakna af þessari martröð! KR-ingar, nú er djókið farið að ganga of langt, vekið mig!!!

mbl.is KR-ingar sitja á botninum eftir fjóra leiki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er greddan strákar?!

Það vantar eitthvað hjá KR liðinu núna í byrjun sumars. Þetta er hópur bestu knattspyrnumanna landsins, en þeir ná ekki að spila sem lið. Það vantar alla grimmd, alla greddu í liðið sem heild. Spurning hvort þjálfarinn þurfi ekki að skoða aðferðir sínar. Það er ekki eðlilegt að tapa þremur heimaleikjum. Koma svo KR, sumarið er rétt að byrja! Hífið ykkur upp úr þessu og farið að vinna sem lið! 
mbl.is Tvö mörk á KR-velli með skömmu millibili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KR ingur í ráðuneytið

Gott mál að vera komin með KR-ing sem aðstoðarmann utanríkisráðuneytisins, til hamingju!
mbl.is Kristrún Heimisdóttir ráðin aðstoðarmaður utanríkisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MR1987 reunion

Það líður að tuttugu ára útskriftarafmælinu, og að því tilefni er búið að opna bloggsíðu. Myndirnar eru stórkostlegar! Herðapúðarnir, greiðslurnar, hair-mistið... Partýið verður 2. júní, þá er bara að grafa upp jakkann með herðapúðunum, bretta upp fyrir olnboga og skella sér í stuðið!

Tækifæri fyrir ferðaskrifstofur að auglýsa

Mér líst ekki  illa þessa hugmynd, og bendi á bloggsíðu Fararstjórans sem ákaflega vænlegan miðil fyrir ferðaskrifstofur. Ég gæti þá látið fljóta með skemmtisögur af sólarströnd þegar ég tók þar á móti hundruðum Íslendinga, eða gæti sagt frá bestu hótelum og veitingastöðunum á mismunandi ferðamannastöðum...!
mbl.is Auglýsingar á vinsælar bloggsíður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjörnustælar flokkanna og fjölmiðlamenn

Þegar fyrstu tilkynningar um nýja ríkisstjórn komu í sjónvarpi í gærkvöldi var fróðlegt að sjá mismunandi viðmót flokkanna við fjölmiðlamenn. Í Valhöll stóð þrautreynd fjölmiðlakona RÚV vaktina og reyndi að fá ráðherra Sjálfstæðisflokksins til að staldra við og segja nokkur orð um ríkisstjórnarmyndunina. Þeir svöruðu henni hranalega og reyndu að koma sér undan og út, eins og þeir væru stjörnur, sem hefðu ekkert við fjölmiðla að segja. Þeir ættu að hafa gert sér grein fyrir að fölmiðlar eru þeirra tenging við almenning um landið og því er mér ómögulegt að skilja hvers vegna ekki var vilji til að tala örstutt við sjónvarpskonuna kurteisu. Hún var þarna til að bjóða þeim upp á að segja þjóðinni fyrstu fréttir af nýrri ríkisstjórn landsins, sem þjóðin sjálf átti þátt í að kjósa. Valdið kemur frá þjóðinni og fjölmiðlar eru tengingin, ekki gleyma því, Sjálfstæðismenn! Á Hótel Sögu var meira óðagot í gangi og fréttakona RÚV þurfti bókstaflega að berjast við fréttamann Stöðvar 2 um athygli, en ráðherrar Samfylkingar stóðu undir látunum og gáfu sér tíma til að svara spurningum fjölmiðla. Þarna var mjög áberandi munur á viðhorfi til fjölmiðla sem kom illa út fyrir Sjálfstæðismenn. Það var ekki eins og enn væri verið að ræða einhver leyndarmál. Þeir hljóta að hafa verið orðnir svona þreyttir, greyin...
mbl.is Ný ríkisstjórn kynnt fyrir forseta Íslands innan skamms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær árangur hjá okkar fólki í sundinu!

Til hamingju! Ég fór ekki með í þetta sinn til Esbjerg, en afkvæmin eru þar bæði að sjálfsögðu. Sunddeild KR og Sunfélag Akraness sendu hóp frábærra sundmanna á mótið í ár, og þau eru greinilega komin í gírinn!
mbl.is Tveir sigrar hjá Ragnheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtilegir Moggabloggarar í Kastljósi

Óli Björn og Björn Ingi voru hjá Sigmari í Kastljósinu í kvöld að velta fyrir sér mögulegri úthlutum ráðherraembætta í nýrri stjórn. Þeir voru einkar léttir og skemmtilegir og hafa líklega skemmt sér vel í förðun, því þeir voru brosandi og hýrir í lund. Þeir hafa örugglega skroppið saman á pöbbinn í framhaldinu og skemmt sér konunglega. Brosandi sjónvarp, góð tilbreyting frá leiðindum og skítkasti. Það eina sem þeir hefðu mátt pæla í til viðbótar var, hvort ný stjórn muni ekki reyna að fækka ráðuneytum?

Góð eru kvennaráð

barbie and kenEkki kemur á óvart að sterkar konur í þingflokkum Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar, þær Þórunn Sveinbjarnardóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hafi undirbyggt viðræður flokka sinna til að liðka fyrir samstarfi. Konur læra jú, frá blautu barnsbeini, að stýra samskiptum fólks í gegnum leiki sem snúast um samskipti fólks og skipulag lífsins, á meðan drengir eru hvattir til að hunsa samskipti og sinna ofbeldi og látum. Þetta kemur fram betur og betur eftir því sem konur hasla sér völl í ábyrgðarstöðum. Pælið í því hve mörg heimsmál myndu leysast fljótt ef fleiri konur væru við stjórnvölinn! Hugsið ykkur hve koma hefði mátt í veg fyrir mörg stríð ef sú hefði verið raunin í mannkynssögunni.

Lobbyismi eðlilegur í stjórnmálum

Það er sérstakt hve formaður Framsóknarflokksins tekur viðræðum annarra flokksformanna illa. Síðan hvenær hefur lobbyismi þótt óðelilegur í stjórnmálum? Það er eftir fundina, í kaffitímanum, í símtölum og óformlegum viðræðum, sem hlutirnir gerast. Alveg óþarfi að taka slíkt persónulega...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband